Myndir af BMW iX3 leka út á samfélagsmiðla
Myndir sem greinilega eru teknar á vegum bílaframleiðandans hafa lekið út á samfélagsmiðla.
Myndirnar birtust fyrst á Instagram, á spánsku bílabloggi þar sem þær dreifðust síðan um netheima.
Reyndar höfum við ekki miklar upplýsingar um þennan nýja bíl nema þessar tvær myndir. Þær sýna glögglega að búið að er að loka BMW grillinu eins og svo oft er gert í nútímahönnun rafbíla. Einnig má sjá að felgurnar eru hannaðar til að sporna við aukinni loftmótstöðu.
Bláar línur á hliðum afturenda bílsins gefa til kynna að þar sé rafmagnsbíll á ferð.
Við erum svosem ekki búinn að sjá inn í bílinn en reikna má með að rafmagnsútgáfan verði með einhverjar nýjungar í mælaborði og margmiðlunarkerfi en örugglega nátengt núverandi útliti.
Tölur um aflgjafa liggja ekki fyrir en þegar hugmyndabíllinn var kynntur árið 2018 var reiknað með að hann yrði með 70kWh rafhlöðu með drægni upp á rúma 400 kílómetra og mótor sem skilaði um 270 hestöflum.
Ekkert hefur komið hvenær bíllinn kemur á markað og líklega verður einhver seinkun út af Covid-19. Engu að síður er reiknað með bílnum á markað í lok 2020.
Umræður um þessa grein