Minna framboð á Land Rover Defender eftir lokun á verksmiðjunni vegna Covid-19
Nýi Defender-jeppinn frá Land Rover var frumsýndur með viðhöfn hér á landi um helgina, en nú berast fréttir um að minna framboð verði á bílnum í sumar á einhverjum markaðssvæðum í kjölfar átta vikna lokunar einu verksmiðjunnar.
Nýi Land Rover Defender jeppinn er að koma til söluaðila víða um heim, þar á meðal bandarískra umboða á réttum tíma en ekki í því magni sem Jaguar Land Rover hafði skipulagt.
Samkvæmt frétt á Automotive News Europe verður minna framboð á bílnum í sumar þar sem eina Defender-verksmiðjan, í Nitra í Slóvakíu, er þessa dagana að komast á fullan hraða eftir átta vikna lokun vegna Covid-19 og söluaðilar byrja að afhenda seldar pantanir.
Fyrstu afhendingar Defender jeppans frá Land Rover í Norður-Ameríku hófust til dæmis í síðustu viku.
Verksmiðjan, sem kostaði sem nam 1,8 milljarði dollara að byggja, og sem opnaði árið 2018, smíðar Defender fyrir meira en 100 markaði á heimsvísu; verksmiðjan hefur árlega getu til að smíða 150.000 ökutæki. Land Rover Discovery jeppinn er einnig smíðaður þar.
Land Rover stöðvaði framleiðslu í verksmiðjum sínum 20. mars – 18. maí þegar faraldur COVID-19 stóð sem hæst í Evrópu.
Fyrsta afhending Defender í Norður-Ameríku hófst í síðustu viku og lauk 23 ára fjarveru jeppans á þeim markaði.
Forsvarsmenn Land Rover hafa ekki upplýst hversu margir Defender-jeppar væru tiltækir og þó framboð bíla frá verksmiðjunni væri að byrja að aukast, þá verður skortur í allt sumar, staðfesti Land Rover.
Umræður um þessa grein