Mini fagnar 60 árum – og 10 milljónum smíðaðra bíla
2019: Á dögunum var haldið upp á 60 ára afmæli Mini og um leið haldið upp á það að tíu milljónasti bíllinn rúllaði úr verksmiðjunum í Oxford
„Þegar við fögnum 60 ára táknrænu vörumerki okkar og horfum í átt til rafmagnaðrar framtíðar vil ég þakka öllum sem hafa náð því að gera Mini að vörumerki sem náð hefur frábærum árangri um allan heiminn, allt frá teyminu mínu hér til dyggra viðskiptavina og aðdáenda um allan heim“, sagði Peter Weber framkvæmdastjóri verksmiðja Mini í Oxford og Swindon.
„Að sjá tíu milljónasta Mini rúlla af framleiðslulínunni hér í Oxford var augnablik mikils stolts fyrir allt liðið, en margir hér eiga ættingja sem voru hér að smíða hinn fyrsta Mini árið 1959. Þetta er yndislegur kafli í sögu Mini og staðfesting á þeirri ástríðu sem viðskiptavinir okkar hafa fyrir þessum mjög sérstaka breska bíl“.
Fyrsti bíllinn kom úr verksmiðjunni í ágúst 1959
Það var þann 26. ágúst 1959 sem fyrsti Mini-bíllinn rúllaði af færibandinu og hélst að mestu leyti óbreyttur í 40 ár en fékk nýtt útlit og nýtt líf fyrir um það bil 19 árum.
Með 60 ára afmælisdag rétt handan við hornið hefur hinn sígildi Mini náð enn einum áfanga í framleiðslu. Frá 1959 til 2019 hafa verið smíðaðar 10 milljónir bíla og sú tala heldur áfram að hækka.
Svo hver nákvæmlega er tíu milljónasti Mini-bíllinn? Það væri 60 ára afmælisútgáfa Cooper S þriggja dyra, í grænum lit og með svörtum röndum með tölunni 60.
Engar sérstakar uppfærslur voru gerðar á tíu milljónasta bílnum. Þetta er reyndar bara venjulegur bíll, en Cooper S er með nokkuð góðar og sérstakar áherslur. Hann er með 2,0 lítra turbóvél sem er með 192 hestöfl og 280 Nm snúningsvægi. Framleiðandinn fullyrðir að hann geti komist úr 0 í 100 km/klst. á 6,7 sekúndum og hámarkshraðinn er 235 km/klst.
Umræður um þessa grein