Kína fær sinn eigin rafbíl sem líkist Hummer
Hann er með yfir 1.000 hestöfl frá fjórum mótorum og 140 kWst rafhlöðupakka sem dugar í 500 km.
Kínverska bílafyrirtækið Dongfeng hefur nýlega sett á markað tvo nýja bíla undir hinu sterka vörumerki Mengshi og jafnvel þó að þeir líti ekki út eins og GMC Hummer EV, voru þeir nokkuð greinilega innblásnir af sömu hugmyndinni. M-Terrain og M-Terrain S eru sem stendur hugmyndabílar, en búist er við að þeir fari á markað einhvern tímann árið 2023.
Eða eins og vefsíða INSIDEEVs segir: Sá fyrsti, Mengshi M-Terrain, er fjögurra dyra jeppi með mjög djarfa hönnun og ýmis atriði sem benda til þess að hann væri góður utan vega.
M-Terrain S er pallbíll með einföldu húsi, hann er með „uppréttari“ framrúðu og önnur hlutföll, sem bendir til þess að hann sé ævintýralegri útfærslan af þessum tveimur (eins og „S“ í nafni hans gefur til kynna).
Báðir bílarnir eru mjög stórir, 5,2 metrar á lengd og báðir 3,5 tonn. Það er um það bil 30 cm styttra en Hummer EV og um 600 kg léttari, en þeir lofa að pakka svipuðu afli með tiltækum fjórum mótorum sem myndi gefa þeim 1.070 hestöfl, sem gerir sprett upp í 100 km/klst. á 4,2 sekúndum.
Samkvæmt CarNewsChina munu farartækin fara í framleiðslu árið 2023 fyrir kínverska markaðinn og þeir verða annað hvort fáanlegir sem hreinir rafbílar eða með aukaafli. Rafmagnaða afbrigðið mun fá fyrrnefnda öfluga uppsetningu með fjórum mótorum og 140 kWst rafhlöðupakka sem hentar í 500 km akstur, á meðan hin útgáfan mun láta sér nægja minni 66 kWst rafhlöðu en með aukaaflinu gæti sá bíll farið allt að 800 km á milli hleðslustöðva.
Dongfeng, sem einnig framleiðir rafknúið Hummer klón, segir að grunnurinn beggja farartækjanna geri þau mjög fær utan vega og með afturhjólastýri geri þau einnig meðfærilegri við allar aðstæður. Að hafa afturhjól sem geta beygt gerði verkfræðingum einnig kleift að gefa honum nákvæmlega sama „Crab Walk“ eiginleikann og við sáum fyrst á rafmagnaða Hummer-bílnum. Ökutækin eru einnig með stillanlega loftfjöðrun.
Umræður um þessa grein