Kia uppfærir Sportage
- Metsölubíll framleiðandans fær nýtt útlit að innan sem utan
- Kemur á Evrópumarkað í september
Við sögðum frá því hér á vefnum fyrir nokkrum dögum að Kia væri að fara að frumsýna nýja útgáfu af Sportage, en fyrstu alvöru myndirnar af nýja bílnum birtust í dag.
Kia hefur gefið nýju uppfærðu gerðinni af Sportage það sem þeir kallar „framúrstefnulegt“ útlit, sem er vel sýnilegt að utan og með innréttingu sem ætluð er til notkunar með háþróuðum tengibúnaði.
Bílaframleiðandinn birti á þriðjudag myndir af nýja bílnum. Fimmta kynslóð Sportage deilir útlitsaðgerðum eins og áberandi „þverstæðum“ framljósum með EV6 flaggskipi rafmagnsbílsins.

„Með nýjum Sportage vildum við ekki bara taka eitt skref fram á við heldur fara á annað stig í jeppaflokknum,“ sagði yfirmaður hönnunar Kia, Karim Habib, í yfirlýsingu.
Kia sagði í síðasta mánuði að Sportage myndi hafa sérstaka gerð fyrir Evrópu í fyrsta skipti síðan jeppinn var settur á markað fyrir 28 árum.
Nýi Sportage er með svart grill sem teygir sig yfir framendann á bílnum. Grillið tengir sérstætt grill Kia „Tiger Nose“ við dagljósin.
Í fyrsta skipti verður jeppinn fáanlegur með litavalkostum fyrir þakið sem er í mótsögn við yfirbyggingu ökutækisins.


Sportage verður kynntur í júlí í Kóreu en evrópska útgáfan kemur í september.
Kia hefur ekki sagt hvernig evrópska útgáfan af Sportage muni vera frábrugðin útgáfunum fyrir aðra alþjóðlega markaði. Nánari upplýsingar um evrópska Sportage verða gefnar út í september, sagði bílaframleiðandinn.

(Automotive News Europe)
Umræður um þessa grein