Kemur framleiðsla á Polestar til Evrópu?
Polestar 7 gæti verið fyrsti bíll þeirra sem framleiddur er í Evrópu, segir forstjórinn
Forstjórinn Thomas Ingenlath er staðráðinn í að bæta við framleiðslu í Evrópu, en það munu líða að minnsta kosti fimm ár þar til það gerist
Polestar er staðráðinn í að bæta við framleiðslu í Evrópu, en það munu líða að minnsta kosti fimm ár þar til það gerist.
Fyrir okkur er mikilvægt að koma til Evrópu á einhverjum tímapunkti.
„Og það gæti verið um það leyti sem við byrjum að framleiða Polestar 7,” sagði forstjórinn Thomas Ingenlath við Automotive News Europe.
Vegna þessa þarf Polestar að semja við helstu hluthafa Volvo Cars og Zhejiang Geely Holding um pláss í verksmiðjum þeirra.
Polestar 2-bíll rafbílaframleiðandans er smíðaður í Taizhou verksmiðju Volvo í Luqiao í Kína, en væntanlegur Polestar 3 jepplingur hans verður smíðaður í verksmiðju Volvo í Bandaríkjunum í nálægt Charleston, Suður-Karólínu, sem og í Chengdu í Kína.
Polestar 4 coupe-bíll með crossover-útliti verður framleiddur í verksmiðju Geely í Hangzhou Bay í Kína, en Polestar 5 fjögurra dyra GT og Polestar 6 fullrafmagnaður roadster, eða sportbíll, verða framleiddir í verksmiðju í Chongqing í Kína.
Sú verksmiðja verður rekin af Polestar og er áætlað að hún opni árið 2024, samkvæmt uppfærslu fjárfesta á þriðja ársfjórðungi Nasdaq-félagsins.
Varðandi væntanlega framleiðslu svarar hann:
„Það er undir Volvo komið að ákveða hvar þeir yrðu smíðaðir“, sagði hann.
Fyrirtækið hefur ekki gefið neinar upplýsingar hingað til um Polestar 7, en fyrirhuguð tilkoma hans er í takt við frumsýningar fyrirtækisins.
Polestar 4 mun koma á markað á næsta ári, fylgt eftir árið 2024 með Polestar 5 á meðan Polestar 6 er áætlaður árið 2026, samkvæmt áætlunum fyrirtækisins.
Polestar 4 mun kosta 60.000 til 80.000 dollara (8,4 til 11.3 milljónir ISK), í takt við Porsche Macan, og Polestar 5 mun byrja á meira en 100.000 dollurum (14 milljónir ISK), í línu Porsche Panamera.
Með 650 kílóvatta (872 hö) afl og verðmiða upp á meira en 200.000 dollara (28,1 milljón ISK) verður Polestar 6 öflugasta og dýrasta gerð bílaframleiðandans þegar hann kemur.
Polestar stefnir á að selja 50.000 bíla á heimsvísu á þessu ári og auka það í 290.000 fyrir árið 2025.
(frétt á vef Automotive News Europe)
Umræður um þessa grein