Jeep sýnir sölaðilum Recon Moab 4xe rafbílinn
Jeep er að undirbúa að koma nokkrum nýjum fullkomlega rafknúnum ökutækjum á markað í Bandaríkjunum á næstu árum, þar á meðal Recon 4xe og Wagoneer S.
Hugmyndabílarnir rafdrifnu voru nýlega sýndar á söluaðilaráðstefnu í fyrsta skipti áþreifanlega.
Undir merkjum Stellantis vörumerkja með Dodge og Ram Trucks, opinberaði Jeep að það myndi stefna að því að 50% af sölu í Bandaríkjunum yrði algerlega rafknúin árið 2030 sem hluti af „Dare Forward 2030“ áætlun fyrirtækisins.
Jeep segist ætla að verða leiðandi í jeppum án útblásturs með því að bera þær fjórar dyggðir sem hann metur mest til rafbílatímabilsins, þar á meðal frelsi, ævintýri, áreiðanleika og ástríðu.
Hinn harðgerði jeppaframleiðandi er að breyta langþekktri 4×4 tækni sinni fyrir rafknúna framtíð með 4xe. Jeep segir að 4xe raftæknin sé öflugri en forverinn, með yfirburða togi eftir þörfum fyrir tafarlausa hröðun og kletta/brekkuklifur.
Nýjar myndir sýna fyrsta EV Jeep, Recon Moab 4xe
Fyrsti Jeep sem settur er á markað í Norður-Ameríku er Recon 4xe, sem er innblásinn af hinu goðsagnakennda Wrangler nafni.
Jeep (Stellantis) hélt viðburð á MGM í Las Vegas, þar sem fyrirtækið sýndi rafbílahugmyndabílana áþreifanlega.
Hér eru fyrstu myndirnar af Recon EV hugmyndabílnum sem birtar voru á Jeep Recon Forum.
Jeep segir að Recon 4xe gerðin þeirra muni hafa allt sem 4×4 línan býður upp á, aðeins með enga útblástur og meira afl og getu en nokkru sinni fyrr.
Hugmyndabíllinn býður upp á öfluga torfæruhjólbarða, gripstýringu, dráttarkróka og fjarlægjanlegar hurðir/gluggar til að opna bílinn.
Búist er við að Recon Moab verði best búni valkosturinn miðað við hugmyndamerkið sem hægt var að sjá á myndunum hér að ofan.
Yfirmaður Jeep North America segir að „alnýr, alrafmagni Jeep Recon hafi getu til að fara yfir hina voldugu Rubicon slóð, eina af erfiðustu torfæruleiðunum í Bandaríkjunum, og ná til enda slóðarinnar með næga drægni, ná að keyra aftur í bæinn og hlaða sig“.
Gert er ráð fyrir að framleiðsla á Recon rafbílnum hefjist árið 2024, og fyrstu gerðirnar fáanlegar á næsta ári.
Svo kemur Wagoneer „S“
Næsta rafbílagerð sem væntanleg er verður úrvalsbíllinn Wagoneer S, rafknúin uppfærsla á glæsijeppa hans. Wagoneer S mun koma fullhlaðin, að sögn bílaframleiðandans, með 400 hestöfl og allt að 640 km drægni á einni hleðslu.
Jeep fullyrðir að Grand Wagoneer S sé hannaður til að fara frá New York borg til Toronto með áætlaðri drægni um 800 km.
Pantanir munu hefjast síðar á þessu ári, en rafmagns Wagoneer fer í framleiðslu árið 2024.
(frétt á vef electrec og vef Jeep)
Umræður um þessa grein