Jaguar Land Rover undirbýr 2021 árgerð Range Rover þrátt fyrir lokun vegna krórónaveirunnar
- Fimmta kynslóð jeppans færist nær framleiðslu samhliða því að kórónaveirufaraldurinn truflar kynningu á Defender og hægir á sölu
- Discovery Sport með tengitvinnbúnaði (hybrid) á að koma í sölu fljótlega
Breski bílavefurinn Autocar er að fjalla um fimmtu kynslóð Range Rover, sem er væntanleg.
Hinn nýja fimmta kynslóð Range Rover er á fyrstu stigum prófana áður en bíllinn lendir í sýningarsölum umboða í lok árs 2021, en hann hefur það hlutverk að leiða Jaguar Land Rover út úr lægðinni sem kórónaveirufaraldurinn veldur og sem búist er við að muni hafa áhrif á alheims bílaiðnaðinn stóran hluta af þessu ári og því næsta.
Þrátt fyrir lokun á framleiðslu JLR og hlé á kynningu á nýjum Land Rover Defender, þá er ljóst að það verður ekkert gefið eftir í þróun á hvorki Range Rover né nýjum arftaka fyrir Jaguar XJ, sem mun einnig fara í sölu seint á næsta ári.
Myndir af prófunarbíl í felulitum af frumgerð sem sýna stóra jeppann þar sem hann gengst undir vetrarprófanir hafa birst á vefnum og núna eru tilraunir að fara í gang við heitari aðstæður veður sem eiga að fara fram á næstu vikum. Þær sýna einnig vel hvernig þessi nýi Range Rover, sem byggir á JLR „Modular Longitudinal Architecture (MLA)“, mun breytast. Framendinn og afturhlutinn virðast vera breiðari, bíllinn virðist hafa meira áberandi hjólboga og frumgerðin hefur fremur minna af útliti núverandi gerðar.
Kemur í stað fjórðu kynslóðarinnar frá 2012
Nýja flaggskip fyrirtækisins mun koma í stað núverandi Range Rover, sem kom fram árið 2012, og ætti að veita JLR mikla þörf fyrir aukna framlegð eins og gert er ráð fyrir að hagkerfi heimsins muni byrja að koma sér af stað eftir afleiðingar núverandi lokunar.
Fjórða kynslóð Range Rover hefur verið mjög sterk vara fyrir fyrirtækið og seldi það næstum 53.000 bíla á heimsvísu á síðasta ári, sem er aðeins broti lægra en salan árið 2018.
Mk5 verður aftur seldur í tveimur gerðu, með styttra og lengra hjólhaf, en það er þar beinn samanburður við núverandi bíla endar.
Nýja gerðin verður fyrsti Land Rover smíðaður á MLA grunni sem búist er við að muni umbreyta samkeppnishæfni JLR. Búist er við að nýi grunnurinn muni skila færri ábyrgðar- og áreiðanleikavandamálum og leyfa SOTA-uppfærslur á hugbúnaði. MLA getur einnig komið til móts við hefðbundna brunahreyfla, innbyggða blendinga (hybrid) og gerðir sem aðeins nota rafgeyma.
Nýr sveigjanlegur grunnur
Ólíkt eldri Range Rover arkitektúr í dag, hefur nýr MLA grunnur verið hannaður frá upphafi sem „flex-fuel“, eða „fjölorkugrunnur“ íhluta. Bílavefurinn Autocar segir að Mk5 Range Rover mun nýta sér BMW-bensín V8-vél – sem ætluð er að mörkuðum eins og Miðausturlöndum og Kaliforníu – en litlar aðrar upplýsingar hafa lekið um aðra valkosti brunahreyfilsins.
Þá er það er vitað að JLR og BMW vinna að því að þróa rafmótora sem verða notaðir af ökutækjum sem byggjast á MLA og er búist við að þeir verði smíðaðir í Ingenium verksmiðju JLR nálægt Wolverhampton.
Búist er við að innbyggður blendingur af Mk5 Range Rover hafi einn rafmótor á afturás og annan innbyggðan í gírkasann. Því hefur verið haldið fram að rafdrifinn afturás muni bæta torfærum bílsins enn frekar vegna hæfileikans til að fínstilla togið.
Rafdrifin gerð í skoðun
Einnig er verið að íhuga hreina rafmagnsútgáfu af Range Rover. Gerðin gæti verið með allt að 100 kWst rafhlöðu og rafmótorar sem gefa afl beint til fram- og afturhjóla. Hins vegar er búist við að rafmagnsgerð Range Rover verði takmörkuð í framleiðslu sem miðað verður að borgarnotendum á mörkuðum í Asíu. Komandi MLA-grunnur fyrir „Road Rover crossover“ er í dag talinn verða líklegasti rafdrifni bíllinn Frá Land Rover.
Það var þó veruleg uppgangur fyrr á þessu ári, þegar markaðssetning á Defender var yfirvofandi. Framleiðsla mikilvægasta nýja ökutækis JLR um árabil hófst í janúar og bílarnir áttu að koma í sýningarsali í síðasta mánuði.
JLR hefur ekki gefið upp hve marga Defender þeir búsit við að smíða, en komið hefur fram að pantanir hefðu verið „fimm sinnum“ það sem þeir hefðu búist við að yrðu í byrjun
Discovery Sport með tengitvinnbúnaði á leiðinni
Önnur afgerandi ný gerð, Discovery Sport með tengitvinnbúnaði, mun koma fram og fara í sölu á næstu vikum, en það verður erfitt að byggja upp sölumyndun til skamms tíma.
Bílnum hefur verið lýst sem lykilgerð fyrir JLR. „Discovery Sport er stærsti seljandinn okkar og greinilegt að viðbrögð markaðarins verða mikilvæg,“ segir í ffrétt frá RLR.
„Ekki aðeins miðað við rúmmálssjónarmið, heldur einnig [CO2 reglugerð] samsvörun næstu 12-24 mánuði.“
Það er ljóst að Defender hefði veitt fyrirtækinu gríðarlegan tekjuauka þar sem MLA-grunnurinn kemur inn og endurbótum á verksmiðjum yrði lokið., en því hefur nú verið ýtt á seinni hluta þessa árs að minnsta kosti. Defender gæti þó verið blessun þegar verið er að takast á við lægð á mörkuðum þegar efnahagur heimsins batnar og opnar aftur.
Umræður um þessa grein