Hversu „grænir“ eru rafbílar?
- Framleiðandi rafbíla segir losun koltvísýrings á öllum líftíma Polestar 2 vera betri en bensín Volvo XC40 – en rafbíllinn er aðeins 14% hreinni með alþjóðlegri orkublöndu
Polestar – systurfyrirtæki Volvo á sviði framleiðslu rafbíla, í eigu kínverska fyrirtækisins Geely – hefur leitt í ljós hina sönnu losun útblástur koltvísýrings (CO2) Polestar 2 rafbílsins og kallaði eftir upplýsingum frá bílaframleiðendum vegna „truflandi skorts á gegnsæi“ varðandi umhverfisáhrif mismunandi gerða bíla. Þetta kom fram í frétt á vef Auto Express.
Fyrirtækið hefur einnig lagt áherslu á að „rekjanleiki aðfangakeðjunnar er nauðsynlegur til að forðast mannréttindabrot og umhverfisspjöll vegna steinefnavinnslu“ og bendir á áhyggjur af framboði á efnum eins og kóbalti, sem oft er unnið af börnum við óörugga vinnuaðstæður.
Losun á öllum líftíma
Lífsferils CO2 greiningin sýnir að frá því að málmar eru unnir úr jörðu og efni framleitt til framleiðslu á Polestar 2, allt til endanlegs líftíma bílsins og endurvinnslu og förgun íhluta þess, er rafbíllinn ábyrgur fyrir því að framleiða 50 tonn af CO2. Það er samanborið við 58 tonn fyrir bensínknúinn Volvo XC40 sportjeppa – hreinna sem nemur um 14 prósent fyrir rafmagn umfram bensín.
Þessi 50 tonna tala fyrir Polestar 2 er þó byggð á alþjóðlegri raforkusamsetningu og fellur niður í 42 tonn þegar hreinna evrópsk rafmagn er lagt til grundvallar útreikningum. Ef vindorka ein er notuð til að hlaða rafhlöður Polestar 2, myndi hún bera ábyrgð á aðeins 27 tonnum af CO2 á líftíma bílsins.
Þessar tölur þýða að í Evrópu ber Polestar 2 ábyrgð á 27,6 prósent minna af CO2 en XC40 og gæti verið allt að 53,4 prósent hreinni.
Fjölgun rafbíla heldur áfram að aukast dag frá degi, en breska ríkisstjórnin hefur sagt að hún myndi banna sölu nýrra bíla með bensín eða dísilvél árið 2040, en dagsetningin væri færð fram til ársins 2035 – ef ekki fyrr. Samt sem áður þó að rafbílar séu án efa hreinni en aðrir bílar, þá eru þeir engan veginn losunarlausir.
Svifryk úr dekkjum og sliti á bremsum, til dæmis, getur verið skaðlegt heilsu manna á meðan umhverfislegur ávinningur rafbíla minnkar (hverfur þó ekki) í löndum þar sem kol eru aðaluppspretta raforku.
Hvernig rafbílar eru smíðaðir skiptir einnig sköpum fyrir umhverfisáhrif þeirra. Polestar leggur áherslu á að framleiðsla á rafhlöðupakka sé ábyrg fyrir „tiltölulega miklu kolefnisfótspori“. Sem afleiðing af þessu er Polestar 2 ábyrgur fyrir framleiðslu 26,2 tonna CO2 vegna efna og framleiðslu samanborið við 16,1 tonni í framleiðslu á XC40 bensín.
Verulegar endurbætur á koltvísýringum er að finna á „notkunartímanum“ í lífi bílanna, en XC40 ber ábyrgð á 41 tonni af CO2 og Polestar 2 framleiðir 23 tonn miðað við raforkuframleiðslu á heimsvísu, 15 tonn byggð á evrópskri orkublöndu, og aðeins 0,2 tonn ef rafhlöður hans eru aðeins hlaðnar með vindorku (vindmyllur sem þurfa orku til að framleiða, til að setja upp og viðhalds).
Áhrif uppruna rafmagns
Uppruni rafmagns spilar einnig stórt hlutverk í „jafnvægispunktinum“ fyrir losun – punkturinn þar sem rafbílar og mengandi framleiðsluferli þeirra verða hreinni en bensínbílar. Byggt á raforkuframleiðslu á heimsvísu þyrfti að keyra Polestar 2 112.000 km áður en hann verður hreinni en XC40 bensín.
Í Evrópu er þessi tala 78.000 km, en ef vindorkan ein býr til allt rafmagnið, þyrfti Polestar 2 aðeins að keyra 50.000 km, samkvæmt greiningunni.
(frétt á Auto Express)
Umræður um þessa grein