Honda ZR-V tvinn jepplingur mun stækka framboðið í Evrópu
ZR-V verður einn af þremur sportjeppum sem Honda mun koma á markað í Evrópu á næsta ári þar sem hann reynir að endurbyggja markaðshlutdeild sína á svæðinu
Honda mun setja ZR-V lítinn jeppling á markað í Evrópu á næsta ári þar sem bílaframleiðandinn stækkar rafknúið úrval sitt á svæðinu.
ZR-V verður staðsettur á milli litla HR-V og meðalstærðar CR-V í jeppalínu bílaframleiðandans.
ZR-V er þegar til sölu í Bandaríkjunum merktur sem HR-V með 2,0 lítra brunavél. Bíllinn mun einnig koma í sölu í Japan í apríl á næsta ári.
Gert er ráð fyrir að evrópska útgáfan af ZR-V smájeppanum noti sömu 2,0 lítra tvinn drifrásina og japanska útgáfan.
Japanska gerðin er einnig með fjórhjóladrifi, auk úrvals ökumannsaðstoðarkerfa, þar á meðal aðlagandi hraðastilli, umferðarteppuaðstoð og stýrikerfi til að draga úr árekstri gangandi vegfarenda.
CR-V verður skipt út fyrir nýja gerð sem býður upp á fullkomna tvinn- og tengitvinndrifrás. Tengitvinnútgáfan verður sú fyrsta frá Honda í Evrópu.
e:Ny1 nýr rafknúinn sportjeppi
Bílaframleiðandinn mun einnig hefja sölu á e:Ny1 rafknúnum jeppa, sem búist er við að muni keppa við rafmagnsútgáfur af Hyundai Kona og MG ZS.
Jeppinn verður önnur rafknúna gerð Honda á eftir lágsölubílnum en jafnframt hágæða Honda e.
Sala Honda var jöfn í Evrópu til loka september miðað við sama tímabil í fyrra, en 52.706 bíla seldust samkvæmt tölum frá Dataforce.
HR-V hefur rétt í þessu farið fram úr Jazz smábílnum sem mest selda vörumerkið með sölu upp á 18.861 bíla.
Honda hefur nýlega endursýnt Civic compact sem tvinnbíl.
Honda hefur ekkert gefið upp um verðið á þessum sportjeppum sem fyrirtækið mun setja á markað á næsta ári.
(frétt á vef Automotive News Europe)
Umræður um þessa grein