GMC Hummer rafbílar „uppseldir í tvö ár eða lengur“
Að því gefnu að allt gangi að óskum, að minnsta kosti
Í lok mars á þessu ári sagði GMC að fyrirtækið væri með 65.000 pantanir fyrir Hummer EV pallbílinn og jeppann.
Á þeim tíma sagði vörumerkjastjórinn Duncan Aldred: „Framleiðslan er í raun aðeins á undan áætlun og við erum að koma hlutum á framfæri núna til að hraða því líka, svo við getum afhent þessar pantanir hraðar en við héldum í upphafi.
Við sjáum skriðþunga í sölu í gangi“, og bætti við að „það þýðir samt að pöntun í dag þýðir nú líklega afhendingu árið 2024“.
Þegar 2024 árgerð GMC Sierra EV Denali Edition 1 kom fram á sjónarsviðið fyrir stuttu síðan hafði þessi pöntunartala hækkað í 90.000.
GMC lokaði Hummer pöntunarlínunni fyrir mánuði síðan. GM Authority greinir frá því að þegar yfirmaður GMC, Duncan Aldred, talaði á fjölmiðlafundi fyrir kynninguna á Sierra EV, sagði hann að Hummer væri „uppseldur í tvö ár eða lengur“.
Taktu eftir að orðinu „líklega” hefur verið skipt út fyrir orðasambandið „eða lengur“ í því sem menn segja núna.
Sú þróun tekur líklega mið af því sem hefur gerst síðan í mars í Factory Zero hjá GM, þar sem bílaframleiðandinn smíðar nú Hummer.
Þessi verksmiðja, ásamt hinni nýju „Orion Township Assembly Plant“, mun brátt smíða Chevrolet Silverado EV, GMC Sierra EV og Cruise Origin sjálfstýrðan bíl.
Í minnisblaði frá ársbyrjun sagði GM að 6,6 milljarða dollara fjárfesting í framleiðslugetu rafbíla muni á endanum leyfa 600.000 rafdrifnum pallbílum að koma á markað á hverju ári. Það eru þó að minnsta kosti nokkur ár eftir.
Í byrjun október sagði GM að það vildi auka framleiðslu rafbíla sem eru til sölu núna, sem felur í sér Chevrolet Bolt, í 70.000 bíla árið 2023.
Aftur til Hummer-bílsins, GMC jók framleiðslu Hummer í september í 700 einingar á mánuði.
Það voru gríðarlegir hnökrar samkvæmt mánaðarmeðaltali á níu mánuðum fram í september, framleiðslan var samtals 2.750 einingar fyrstu þrjá ársfjórðungana, en þó langt fyrir neðan það sem vörumerkið vill.
Og verksmiðjan sem þeir nefna „Factory Zero“ mun stöðva framleiðslu í nokkrar vikur í nóvember vegna uppfærslu til að framleiða viðbótarbílana sem þar á að smíða.
Allt þetta gerir ráð fyrir að birgðir af tölvukubbum og hráefni fyrir rafhlöður, iðnaðarvörur og iðnaðarflutningar muni ekki lenda aftur í vanda.
Ef það eru einhverjar góðar fréttir grafnar í þessu öllu saman, þá eru þær að 95% Hummer pantana hafa verið að breytast í greiddar pantanir, fáránlega jákvæð tala.
Miðað við það sem við höfum séð hingað til, þá eru GM með nokkra fallega rafbíla á leiðinni, segja þeir hjá Autoblog, við skulum krossa fingur fyrir því að fyrirtækið geti smíðað þá hraðar.
(frétt á vef Autoblog)
Umræður um þessa grein