GM kynnir kannski lítinn rafmagns pallbíl
Í mars 2020 tilkynnti GM áform um að kynna nokkra rafbíla á þessum áratug þar sem bílaframleiðandinn ætlar að bjóða aðeins upp á rafbíla þegar árið 2035 gengur í garð.
Við höfum þegar séð nýja rafbíla eins og Chevy Silverado EV, GMC Hummer EV og væntanlegar gerðir eins og Chevy Blazer EV og Equinox EV. En hvað með lítinn rafmagns pallbíl?
Automotive News greinir frá því að GM hafi nýlega boðið fjölmiðlum í „rafbíla-vinnustofu“ sína í Michigan, þar sem þeir sýndu lítinn rafmagns pallbíl, sem er minni en hinn litli Ford Maverick.
GM hefur ekki gefið út neinar myndir eða upplýsingar um pallbílinn, en að sögn var þetta tveggja dyra pallbíll með 4 til 4,5 feta löngum palli.
Sagt er að GM hafi sýnt rafmagns pallbílinn til að mæla viðbrögð.
Michael Pevovar, forstjóri hönnunarstofu rafbíla GM sagði bílinn verða á viðráðanlegu verði, sagði einnig að GM væri að „koma fram með þetta til að fá viðbrögð og til að sjá hvaða í hvaða átt á að stefna.”
Ef litli rafmagns pallbíllinn fær grænt ljós gæti hann stækkað til að gera hann meira ef til vill meira aðlaðandi.
(frétt á vef Torque Report)
Umræður um þessa grein