Musk segir að Pepsi muni taka á móti fyrstu Semi vörubílum Tesla í desember
Loks eru Semi-trukkar Tesla komnir með dagsetningu á afhendingu
Samkvæmt frétt Reuters er Tesla að hefja framleiðslu á „Semi” rafknúnum vörubílum og PepsiCo Inc mun fá fyrstu bílana afhenta þann 1. desember, tísti Elon Musk, yfirmaður rafbílaframleiðandans, á fimmtudaginn.
Musk segir að Pepsi muni taka á móti fyrstu Semi vörubílum Tesla í desember
Þegar Musk afhjúpaði frumgerð framúrstefnulegra, rafhlöðuknúinna „Semi“-trukka árið 2017 sagði hann að Class 8 vörubíllinn myndi fara í framleiðslu árið 2019. Bandaríkjamenn skilgreina átján hjóla flutningabíla, dráttarbíla með eftirvagni, sem „semitrailer“ eða bara „semi“.
Hins vegar hefur tímalínunni verið seinkað mörgum sinnum vegna skorts á íhlutum og Musk sagði að framleiðslunni myndi seinka til næsta árs. Í ágúst tilkynnti hann fyrirhugaða framleiðslu á vörubílnum.
Í öðru tísti ítrekaði Musk að drægni bílsins sé 800 km. Ekki var strax ljóst hversu marga „Semi“-vörubíla rafbílaframleiðandinn ætlar að framleiða.
Búist er við að vörubíllinn muni kosta 180.000 dollara (um 25,9 milljónir ISK), þó að hann gæti fengið allt að 40.000 dollara skattaívilnun samkvæmt bandarískri styrkjaáætlun sem öldungadeildin samþykkti.
Árið 2017 tók PepsiCo frá 100 af rafknúnum Semi-vörubílum Tesla þar sem það reyndi að draga úr eldsneytiskostnaði og losun mengunar frá bílaflotanum.
Ramon Laguarta, yfirmaður PepsiCo, sagði í viðtali við CNBC á síðasta ári að flutningar væru 10% af efnalosun fyrirtækisins.
Framleiðandinn á Mountain Dew gosi og Doritos flögum hafði áður sagt að það stefni að því að nota vörubílana til að flytja snarl og drykki milli framleiðslu- og dreifingarmiðstöðva sem og til smásala.
PepsiCo svaraði ekki strax beiðni Reuters um athugasemdir við þessa frétt.
(frétt á Autoblog)
Umræður um þessa grein