Framleiðslu á nýjum Nissan Qashqai seinkað
- Í frétt í Financial Times er vísað til heimsfaraldurs kórónavírus og skortur á skýrleika Brexit hafi frestað upphafi framleiðslu á Qashqai
Framleiðslu á hinum mikilvæga og nýja Qashqai frá Nissan hefur verið ýtt aftur til miðs árs 2021, samkvæmt frétt í breska blaðinu Financial Times.
Blaðið vitnar í tvær heimildir sem halda því fram að upphaflega hafi verið ráðgert að framleiðslan myndi hefjast í október, þó að sú dagsetning hafi ekki verið staðfest af japanska bílaframleiðandanum.
Í yfirlýsingu sem send var til Autocar sagði Nissan: „Undirbúningur heldur áfram að smíða nýja Qashqai í Sunderland, þar sem unnið hefur verið að 400 milljóna punda fjárfestingu í verksmiðjunni.“
Fyrirtækið bætti við: „Við höfum ekki enn tilkynnt dagsetningu fyrir næstu kynslóð bílsins, en hlökkum til að deila spennandi fréttum á næstu mánuðum.“
Financial Times gaf til kynna að augljós seinkun stafaði að mestu af ástandi vegna kórónavírus heimsfaraldursins, sem hefur tafið þróun og breytt forgangsröðun fyrirtækisins. Blaðið sagði einnig að seinkunin gæti einnig leyft Nissan að vinna úr aðgerðum sínum ef Bretar myndu ekki tryggja samning við Evrópusambandið eftir Brexit.
Rúmlega helmingur þeirra um það bil 500.000 bíla sem framleiddir eru í Sunderland árlega eru fluttir út til Evrópu og tveir þriðju þeirra eru Qashqai. Allir viðskiptatollar við ESB myndu „stofna í hættu“ viðskiptaáætlunum verksmiðjunnar í Sunderland, hafa yfirmenn áður haldið fram.
Fréttin bendir til þess að framleiðsla nýja Qashqai hefjist ekki fyrr en eftir apríl 2021. Núverandi útgáfa hefur verið í sölu síðan 2014.
Umræður um þessa grein