Ford kynnir grindarútgáfu af Ford Ranger pallbíl
- Þessi útgáfa af Ford Ranger pallbíll myndar grunn fyrir ýmsar gerðir, með palli, með húsi eða öðrum búnaði
Ford hefur hleypt af stokkunum nýrri útgáfu af Ranger pallbílnum með húsi og bara grind þar fyrir aftan, sem fyrirtækið segir að geti lagt grunninn að fjölbreyttu sérhæfðu ökutæki innan byggingariðnaðarins. Það verður hægt að panta það frá janúar á næsta ári og búist er við að fyrstu sendingar komi með vorinu.
Ford segir að stýrishús Ranger geti staðið undir 2.518 mm stærð fyrir breytingar fyrir aftan stýrishúsið. Það er nóg fyrir fjölda sérhæfðra ökutækja, svo sem pallbíl með sturtu og sérstök ökutæki fyrir neyðarþjónustuna, svo sem fjallabjörgunarbíl.
Eins og venjulegur Ford Ranger, er þessi útgáfa knúin af turbó 2,0 lítra fjögurra strokka dísilvél, sem er 168 hestöfl og togið er 420 Nm. Einingin sendir drif í gegnum sex gíra beinskiptan gírkassa í vélrænt fjórhjóladrifskerfi.
Sem slíkur segir Ford að þessi gerð Ranger sé með sömu eiginleika og venjulegur pallbíll. Hann er með hámarks hemlaða dráttargetu 3.500 kg; hann nær að fara um 800 mm vatnsdýpt og með stuttu yfirhangi að framan og aftan, hárri fjöðrun og lágt hlutfall gírkassa, segir Ford að bíllinn muni einnig standa sig vel í torfærum.
Kaupendur geta einnig tilgreint úrval aukavalkosta til að styðja við breytingar, svo sem rafmagns tengi fyrir tengivagna, afkastamikla rafgeyma um borð fyrir rafmagnsverkfæri og tengi til að stjórna aðgerðum breytts pallabíls – svo sem lásrofa, sem kemur í veg fyrir að pallbíllinn nái að sturta nema ökutækið sé kyrrstætt og í hlutlausum gír.
Til að auka þægindin fellur Ranger undirvagninn undir Ford „one stop shop program“, sem lækkar grunnverð og breytingarkostnað ökutækisins, frekar en að láta kaupendur þurfa aðs etja það í hendur á breytingaverkstæði. Sem aukinn ávinningur fellur bíllinn svona búinn að öllu leyti undir verksmiðjuábyrgð Ford.
(frétt á Auto Express – mynd Ford)
Umræður um þessa grein