Hvað ætli þessi litli (stækkanlegi) snattari myndi endast lengi í íslenska rokinu? Kannski einhverjar mínútur. Þetta er danskt farartæki svo það er eins gott að fara varlega í að gera grín en iEV Z er sex sinnum minni en hefðbundinn fólksbíll.
Danirnir segja að enginn bíll í veröldinni sé eins „mjór“ og þessi og er það nú einmitt ástæðan fyrir að maður setji spurningarmerki við komu hans til Íslandis. Út af rokinu.
78 sentimetra breiður er hann og í myrkri getur hann breyst í diskótek fyrir einn. Ef maður hugsar það þannig út frá neonljósunum og setur í diskó-samhengi.
Samt er þetta ekki bíll. Á vefsíðu framleiðandans segja þeir að iEV Z sé hvorki reiðhjól né bíll heldur „snjallfarartæki“. Ojæja, þeir setja nú líka sultu á ísinn sinn blessaðir.
En hvað um það! iEV Z er kynntur í myndbandinu og hann má panta nú þegar á síðu fyrtækisins iEVmotors.com. Snjallsnattarinn kostar frá 5.850 evrum eða 832.000 krónum. Hann kemst 100 kílómetra á hleðslunni og hámarkshraðinn er 45 km/klst.
Önnur spes farartæki:
Hlægilegur, ljótur eða bara sniðugur?
Er „hálfbíll“ næsta stórborgartrompið?
?Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.
Umræður um þessa grein