Bílasýningin í Genf í mars:
Dacia mun frumsýna ódýran rafbíl og Renault rafdrifna útgáfu af Twingo
Það styttist í bílasýninguna í Genf, sem opnar dyr sínar fyrir gestum í byrjun mars.
Dótturfyrirtæki Renault, Dacia, mun forsýna fyrsta rafmagns ökutækið sitt á bílasýningunni í Genf 3. mars.
Kemur á markað 2021-22
„Þéttbýlisbíllinn“ frá Dacia verður settur á markað 2021-22, að sögn Renault.
Forráðamenn Dacia og Renault hafa ekki gefið upp frekari upplýsingar, komið hefur fram í öðrum fréttum að þetta muni vera útgáfa af City K-ZE rafbílnum sem er framleiddur og seldur í Kína af Renault og kínverskum sameiginlegum fyrirtækjum. City K-ZE er seldur í Kína fyrir um 8.000 evrur. Eða um 1,1 milljón króna.
Dacia er sem stendur ekki með neina rafmagnsbíla í sínu framboði sem byggist á eldri tækni frá Renault Group.
K-ZE, sem byggir á orku frá rafgeymum, er útgáfa af Renault Kwid smábílnum sem er seldur á Indlandi og Brasilíu
Triber, sem er stærri útgáfa sem tekur sjö farþega, kom fram á sjónarsviðið með Kwid á þessu ári á Indlandi. Ekki er ljóst hvort Kwid eða Triber myndu uppfylla evrópska öryggisstaðla eða aðra samhæfingarstaðla, en Renault hefur ekki útilokað að koma K-ZE til Evrópu.
Fleiri rafbílar í pípunum
Búist er við að Volkswagen muni bæta ID1 smábíl við framboð sitt á rafbílum og næstu smábílar PSA Group frá Peugeot og Citroen munu líklega vera með rafmagnsútgáfur.
Renault frumsýnir rafmagnsútgáfu af Twingo
Renault sagði í frétt á miðvikudaginn að þeir muni frumsýna rafhlöðudrifna útgáfu af Twingo smábílnum á sýningunni í Genf, ásamt Dacia EV, rafmagns hugmyndabíl frá Renault sem heitir Morphoz og sýnir hugmynd þeirra um framtíðar hreyfanleika og tengitvinnútgáfu af Megane stationbílnum.
Umræður um þessa grein