Cybertruck væntanlegur í árslok 2023
Samkvæmt nýrri frétt ætlar Tesla nú að hefja framleiðslu á Cybertruck fyrir lok árs 2023
Þessi rafdrifni pallbíll, sem hefur seinkað gæti litið dagsins ljós í lok næsta árs.
Samkvæmt nýrri frétt frá Reuters segir að Tesla stefni að því að hefja fulla Cybertruck fjöldaframleiðslu fyrir lok næsta árs. Í alvöru að þessu sinni, eða svo segir fréttin.
Þetta myndi aðeins vera tveimur árum eftir að upphaflega fjöldaframleiðslumarkmiðið var tilkynnt af forstjóranum Elon Musk.
Það slær auðveldlega út farartæki eins og Semi og nýja Roadster-bílinn.
Sem sagt, það hefur ekki alltaf verið að marka það þegar kemur að framleiðslumarkmiðum Tesla, svo við verðum efins þar til Cybertruck-bílarnir byrja í raun að rúlla af færibandinu í Austin, Texas.
„Við erum á lokasprettinum fyrir Cybertruck,“ sagði Musk við fjármálasérfræðinga á símafundi.
Samkvæmt frétt Reuters mun hægfara aukning á seinni hluta ársins 2023 ná hámarki í fullri framleiðslu í lok þess árs. Það myndi þýða að fyrirtækið myndi ekki græða peninga á langþráðum Cybertruck fyrr en í fyrsta lagi í byrjun árs 2024.
Það er enn ekki orð um nákvæmlega hversu mikið Cybertruck mun kosta fólk sem lagði inn 100 dollara innborgun fyrir nokkrum árum, en það er öruggt mál að það verði langt yfir upphaflegu 40.000 dollurunum sem Musk spáði á þeim tíma.
Reuters greinir frá því að framleiðslu Cybertruck hafi nú verið frestað þrisvar sinnum. Framleiðslan átti upphaflega að hefjast snemma á árinu 2022, en það færðist aftur til síðla árs 2022, síðan snemma árs 2023, og nú lítur út fyrir að um mitt ár 2023 verði hafin frumframleiðsla.
- Í janúar hafði Musk nefnt skort á íhlutum sem ástæðu fyrir því að ýta markaðssetningu á Cybertruck inn í 2023.
- Í maí hætti Tesla að taka við pöntunum fyrir Cybertruck utan Norður-Ameríku. Musk sagði að fyrirtækið hefði „fleiri pantanir af fyrstu Cybertruck-bílunum en við gætum mögulega uppfyllt í þrjú ár eftir upphaf framleiðslu”.
Reuters segir að sumir sérfræðingar vari við því að veikt hagkerfi heimsins gæti farið að hafa neikvæð áhrif á sölu Tesla.
Musk hefur sjálfur sagt að komandi samdráttur muni vara fram á vorið 2024.
Það er ekki eina baráttan sem Cybertruck mun standa frammi fyrir. Bíllinn hefur nú mun sterkari samkeppni en fyrir nokkrum árum síðan. Þegar hann kemur í framleiðslu í lok næsta árs mun Cybertruck þurfa að mæta Ford F-150 Lightning, Chevrolet Silverado EV, GMC Hummer EV, Rivian R1T og væntanlegum GMC Sierra EV.
Hver veit hvers konar samkeppni Cybertruck mun standa frammi fyrir þegar framleiðslu er óhjákvæmilega seinkað fram yfir árslok 2023?
(frétt á vef Jalopnik)
Umræður um þessa grein