- Toyota Compact Cruiser EV forsýnir endurborinn rafknúinn FJ Cruiser
- Hann er minni en forverinn, með tvær almennilegar afturhurðir og verður svo sannarlega „crossover“
Á myndum framleiðandans, Toyota, gefur að líta bíla sem ekki hafa verið frumsýndir. Einn þeirra er sá sem er á myndinni hér að ofan og er hann að öllum líkindum sá sem kemur til með að verða stærsta „stjarnan“ í hópnum: Compact Cruiser EV – eða rafknúin gerð.
Reyndar, miðað við hversu góðar viðtökur Ford Bronco Sport hefur fengið, kemur það ekki á óvart að Toyota myndi leitast við að koma fram með eitthvað svipað, innblásið af sínum eigin torfærubílum, og sýna þannig bæði Land Cruiser og FJ Cruiser virðingu.
Höfum líka í huga að FJ Cruiser er enn gríðarlega vinsæll, mörgum árum eftir að Toyota hætti að framleiða bílinn. Og verðmatið á þeim bílum sem smíðaðir voru á síðari framleiðsluárunum er sannarlega sturlað, einkum ef kílómetratalan á mælinum er lág.
Svo ekki sé minnst á hina sérlega vinsælu Trail Teams Edition-gerð bílsins. Bílar af þeirri gerð seljast á mun hærra verði en því sem greitt var fyrir þá nýja. Á þetta líka við um mikið ekin eintök, þó þau séu aðeins ódýrari. Og þetta var raunin áður en verð á notuðum bílum fór í hnút.
Með öðrum orðum; FJ Cruiser er vinsælli í dag en hann var þegar hann var nýr, sem þýðir að Toyota þarf að koma Compact Cruiser EV á markað eins fljótt og hægt er. Auðvitað verður þetta allt öðruvísi farartæki.
Bæði hlýtur hann að verða rúmbetri en forverinn og í smíðinni ætti að kristallast sú reynsla sem Toyota hefur í að búa til alvöru torfærubíla. Ef svo verður ætti grjót og leðja ekki að hindra för þess bíls.
Svo væri það auðvitað rúsínan í pylsuendanum ef hann yrði 100% rafknúinn. „Þetta er bíll sem maður hefur ástæðu til að vera spenntur fyrir,“ segja þeir hjá Autoblog að lokum.
?(frétt á vef Autoblog)
Umræður um þessa grein