Citroen snýr aftur í miðstærð með nýjan C5 X
Þessi spennandi bíll sem smíðaður er í Kína sameinar þætti fólksbíls, stationbíls og sportjeppa; tengitvinn blendingur í boði
PARÍS – Citroen er að snúa aftur til hluta meðalstóra bíla á markaðinum eftir tveggja ára fjarveru með CX 5, bíl sem vörumerkið segir sameina bestu eiginleika fólksbifreiðar, stationbíls og sportjeppa.

C5 X, nýja flaggskipsmódelið, verður sýnt almenningi í næstu viku á bílasýningunni í Sjanghæ í Kína, þar sem það verður byggt í Stellantis-Dongfeng samrekstrarverksmiðju í Chengdu og flutt út til Evrópu.
Kemur á markað í Evrópu seinni hluta ársins
Bíllinn mun fara í sölu í Evrópu seinni hluta þessa árs. Citroen hefur ekki gefið út verð.

Eins og 508 og önnur gerð úr systkinahópnum, DS 9 (einnig sett saman í Kína), verður C5 X boðinn með valkosti sem tengiltvinnbíl, auk bensín- og dísilgerða fyrir Evrópu.
Útlitseinkenni C5 X fela í sér framlengda, hallandi þaklínu að aftan með tveimur litlum vindskeiðum, svipað og á nýkomnum Citroen, sem einnig hefur nokkuð útlit „crossover“.
Með sportjeppalíkum atriðum má nefna svarta plasthjólboga og stuðara sem gefa vísbendingu um undivagnsplötur. Há og mjó dekk eru á 19 tommu felgum til að veita hækkaða akstursstöðu.


Cobee sagði að C5 X myndi höfða til kaupenda miðlungsstórra fólksbifreiða og stationbíla, sem og þéttra sportjeppa.
Aðrir bílaframleiðendur hafa áður notað svipað útlit, þar á meðal Lexus, með IS300 SportCross, og Fiat, með Croma, báðir á 2. áratug síðustu aldar.
Citroen keppti síðast í þessum stærðarflokki með C5, í fólksbíls- og stationútgáfum, sem var fellt úr framboðslínunni árið 2019. Síðan þá hefur flaggskipið verið C5 Aircross sportjeppinn.

Kína er markmarkaður
Hefðbundinn „þriggja kassa“ meðalstór fólksbíll hefur verið undir þrýstingi frá sportjeppum, staðreynd sem Cobee viðurkenndi, en hann sagði að hann væri enn þá ómissandi í Kína, markaði sem Carlos Tavares forstjóri Stellantis hefur gert að forgangsmarkaði á þessu ári.
„Miðstærðarbíllinn er með þrisvar sinnum stærri markaðshlutdeild í Kína en í Evrópu“, sagði hann.
Volkswagen Passat leiddi á meðalstóra hluta markaðarins í Evrópu á síðasta ári af, með 115.763 bíla sölu, samkvæmt JATO Dynamics. Eftir Passat kom systkini VW Group, Skoda Superb, með 60.254 bíla sölu; Peugeot 508, með 28.741; og Ford Mondeo, með 21.453 selda bíla. Heildarsalan var 297.863 og dróst saman um 29 prósent.
Búist er við að meirihluti C5 X kaupenda í Evrópu séu viðskiptavinir flotaþjónustu, í takt við restina af þessum hluta.


(frétt á Automotive News Europe – myndir frá Citroen)
Umræður um þessa grein