Audi stefnir á stórsókn!
Audi mun setja yfir 20 nýja bíla á markað fyrir árið 2026 í meiriháttar vöruþróun
Þegar fyritækið færist í átt að rafknúnu framboði, er Audi að búa sig undir að setja á markað mikið úrval af nýjum gerðum á næstu þremur árum.
Við höfum séð hugmyndabílana, kynnt okkur tæknina og nú er komið að sýningartíma fyrir fólkið í Ingolstadt.
Audi hefur gefið í skyn nýja kynslóð rafbíla með fjölmörgum hugmyndabílum – allt frá A6 e-tron til nýlega afhjúpaðs Activesphere – og á næstu árum munum við sjá þessar hugmyndir ná til sýningarsala sem hluti af metnaðarfyllstu áætlun vörumerkisins um kynningu á vörum enn sem komið er.
Næstu ár verða undirbúningur fyrir Audi þar sem fyrirtækið stígur í átt að fullri rafvæðingu, með röð rafbíla í grunninn ásamt nýjum gerðum með brunahreyfli.
Marc Lichte, hönnunarstjóri fyrirtækisins, ræddi eingöngu við Auto Express:
„Við erum að vinna að rafbílum og arftaka gerðanna með hefðbundinni brunavél.
Við erum að fara að sjá stærstu vörukynningu í sögu Audi með meira en 20 bíla á næstu tveimur og hálfu ári.
Þess vegna leggjum við áherslu á bíla eins og Activesphere hugmyndina, sem er síðasti sýningarbíllinn okkar næstu árin svo að við getum einbeitt okkur að raðframleiðslu.“
Auðvitað verða margar af þessum afleiður innan grunngerða, en við erum viss um að sjá endurbætur á öllu safninu og nýja hreina rafknúna Audi-bíla á næstu þremur árum eða svo.
Áðurnefndur Activesphere verður einn af þeim síðarnefndu, og settur fram sem rafbíla-valkostur við Land Rover Defender og Mercedes G-Class.
Væntanlegur PPE grunnur fyrirtækisins – þróaður í samvinnu við Porsche – mun leggja grunninn að þessu og öðrum rafbílum.
800V rafmagsgrunnur hans gerir hraðhleðslu á allt að 270kW, með stórum 100kWh rafhlöðum sem búist er við fyrir afbrigði af bestu gerð.
Þetta ætti að veita yfir 640 km drægni frá einni hleðslu fyrir ákveðnar gerðir.
Kaupendur munu hafa val um einn eða tvöfaldan mótor með Quattro fjórhjóladrifi og hraðvirkar RS útgáfur munu toppa úrvalið.
Samkvæmt Lichte munu þessi sportlegu flaggskip aðlaga rafmagns-hönnun vörumerkisins að því kraftalega útliti sem hæfir RS.
„Fyrir mér er RS sambland af frammistöðu, virkni og getu“, sagði hann.
„Ég dái RS 6 vegna breiðrar sporvíddar og ég get lofað þér því að þau einkenni mun halda áfram yfir í rafbíla okkar.
Þessi sami svipur sést í e-tron GT hugmyndabílnum – sá bíll sýnir hvað ég er að tala um hér.“
Fyrsti Audi-bíllinn sem kemur fram með PPE grunni verður Q6 e-tron í ár, sem mun keppa við Tesla Model Y sem afturhallandi coupe-jeppi.
Búist er við að rafknúinn A6 e-tron fólksbíll (salon) taki þátt í baráttunni árið 2023, á undan hagnýtari Avant útgáfu (station-útgáfu) á næsta ári.
Lengra uppi í sviðinu verður flaggskip, lúxusfólksbíll Audi endurhannaður sem rafbíll, í formi A8 e-tron.
Þessi bíll mun erfa mikið frá Grandsphere-hugmyndabílnum frá síðasta ári, að vísu með hefðbundnari farþegarými en sýningarbíllinn með geimaldaruppsetningu.
Einnig er búist við rafhlöðuknúnum útgáfum af öðrum grunngerðum, þó að Audi muni setja á markað nýjar gerðir með brunahreyfli samhliða þessum – sú síðasta fer í framleiðslu árið 2025.
Þrátt fyrir dýrari hrein-rafmagns drifrásir, lofar fyrirtækið að halda rafbílaverði sínu í stórum dráttum í samræmi við jafngildi þeirra sem eru með hefðbundnar vélar í dag, sem verða einnig einfaldari í útliti.
„Það er miklu auðveldara að nota þætti úr bílum eins og Activesphere í rafbíla.
Rafmagnsgrunnar gefa okkur meira frelsi og bílarnir með brunavál verða hefðbundnari,“ sagði Lichte.
(Auto Express)
Umræður um þessa grein