Kínverska fyrirtækið Apollo Automobil ætlar að sækja fram í flokki rafdrifinna lúxusbíla og verður Apollo EVision S fyrsti rafbíllinn sem kemur á markað frá því fyrirtæki.
Við þekkjum nafnið Apollo frá tunglferðunum fyrir 50 árum eða svo. Á árunum í kringum 2000 var til þýskt sportbílafyrirtæki sem hét Gumpert Sportwagenmanufaktur, síðar Apollo Automobil, sem komst í eigu kínverskra aðila í Hong Kong, Ideal Team Venture, árið 2016, eftir gjaldþrot upprunalega fyrirtækisins.
En núna hefur þessu nafni verið skotið upp á „bílahimininn“ aftur með kynningu á alveg nýjum bílum á sýningu í Kína.
Apollo Automobil hefur svipt hulunni af þremur nýjum hugmyndabílum á China International Import Expo 2021 í Hong Kong. Tríóið sýnir næstu kynslóð vörumerkisins og útlistar sókn fyrirtækisins í átt að „hreyfanleika í hreinu lofti“.
Á leiðinni í framleiðslu
Fréttir benda til þess að Apollo hafi áform um að setja EVision S í framleiðslu. Hann mun verða keppinautur Audi e-tron GT og Porsche Taycan. Síðuar mun hann fá til liðs við sig EVision X sportjeppa sem er hannaður til að takast á við Mercedes EQS sportjeppann og Tesla Model X.
EVision S er með sama áberandi útlit hönnunar og notað er á IE ofurbílnum, með lágu nefi, gríðarstórum inntökum og þríhyrningslaga framljósum.
Og þó að það sé ekki sérstaklega tekið fram, er gert ráð fyrir að bíllinn verði knúinn af nýju 800 volta rafdrifi sem hannað er hjá fyrirtækinu.
(frétt á vef Auto Express)
Umræður um þessa grein