Alfa Romeo kemur með nýtt toppmódel af Giulia
MÍILANÓ – Alfa Romeo er að koma fram með nýtt flaggskipafbrigði af Giulia fólksbílnum, 533 hestafla Giulia GTA.
Alfa mun aðeins smíða 500 eintök af Giulia GTA, sem er öflugasti vegabíll sem bílaframleiðandinn hefur smíðað til þessa. Hann er byggður á núverandi sportútgáfu af fólksbílnum, Giulia Quadrifoglio.
Verkfræðingar Alfa juku afköst Quadrifoglio 2,9 lítra, V-6 vélarinnar um 29 hestöfl með nákvæmri kvörðunarvinnu, sagði bílaframleiðandinn í fréttatilkynningu.
Giulia GTA fer úr 0 til 100 km/klst. á 3,6 sekúndum, samanborið við 3,9 sekúndur fyrir Quadrifoglio útgáfuna.
Aksturseiginleikar á miklum hraða hafa verið endurbættir með því að víkka sporvídd fram- og afturhjóla um 50 mm og þróa nýja fjöðrun, höggdeyfa og fóðringar fyrir fjöðrunarkerfið.
Bíllinn vegur 1.520 kg og er 100 kg léttari en Quadrifoglio. Hann er með hlutfallið 2,82 kg/hestafl á þyngd-til-aflhlutfall.
Þyngdarminnkunin náðist með notkun léttra efna eins og koltrefja fyrir drifskaftið, vélarhlíf, þakið, framstuðarann, framhjólabogana, afturhjólabogainn og sætisramma.
Létt ál var notað í aflvélina, hurðir og fjöðrunarkerfi. Lexan, pólykarbónat-plastefni, var notað í ramma hliðar og afturglugga.
Alfa er að taka pantanir fyrir Giulia GTA en þeir hafa ekki gefið upp verð til þessa.
Tvær gerðir í boði
Bíllinn verður fáanlegur í tveimur útfærslum, Giulia GTA með fjórum sætum og Giulia GTAm með tveimur keppnisstólum, veltivigt og sex stiga beisli.
GTA stendur fyrir „Gran Turismo alleggerita“, ítalska fyrir léttvigt Gran Turismo.
GTA nafnið nær aftur til upprunalega Giulia GTA, Giulia Sprint GTA Coupé sem var frumsýndur árið 1965. GTA skammstöfunin var síðan notuð fyrir 156 GTA, minni fólksbíl, frá 2001 og 147 GTA litla hlaðbakinn frá 2002.
Giulia GTA gæti hjálpað til við að endurvekja áhuga á fólksbílnumi, sem kom á markað árið 2016, og selst hægt.
Sala á Giulia í Evrópu dróst saman um 36 prósent í 10.811 á síðasta ári, að sögn JATO Dynamics markaðsfræðinga. Sala Giulia í Evrópu náði hámarki 23.916 selda bíla árið 2017.
Sportjeppinn Tonale og ný gerð Stelvio á næsta ári
Næsta nýja gerð Alfa, litli sportjeppinn Tonale, mun ekki komast á markaðinn fyrir lok árs 2021. Hugmyndin um Tonale var sýnd á bílasýningunni í Genf í fyrra.
Yfirmaður Fiat Chrysler Automobiles í Evrópu, Pietro Gorlier, sagði í síðasta mánuði að framleiðslu Tonale hefjist í Pomigliano verksmiðjunni í Pomigliano á Ítalíu seinni hluta næsta árs.
Stelvio meðalstóri sportjeppinn frá Alfa á eftir að fá endurnýjun á miðju næsta ári og áætlað er að ný gerð lítils sportjeppa verði settur á marlkað árið 2022, og þá með rafmagns-útgáfu.
Umræður um þessa grein