- ?40 milljónir Ford F-pallbíla
- Ford smíðar 40 milljónasta F-línu pallbílinn sinn – Ford F-150 Tremor
Söluhæstu bílar í Ameríku, Ford F-Series pallbílarnir, hafa náð ótrúlegum áfanga: 40 milljónir. Pallbíllinn sem ber stóra númerið er 2022 Ford F-150 Tremor. Liturinn er Iconic Silver, sem virðist viðeigandi litur.
Kom fyrst á markað árið 1947
F-línan kom fyrst á markað árið 1947 og myndin efst hér að ofan sýnir 40 milljónasta pallbílinn við hlið Ford F-1 árgerð 1950. Í gegnum árin hefur F-línan stækkað allt frá hinum hefðbundna létta F-150 pallbíl til stærri gerða eins og F-250 og F-350.
Þetta merka framleiðslunúmer kemur á spennandi tímapunkti á líftíma F-150. Hybrid og rafmagns aflrásir eru fáanlegar, ásamt sérhæfðum torfæruútgáfum eins og Raptor og Tremor. Og á síðasta ári voru F-bílarnir enn þeir vinsælustu í Ameríku (45. árið í röð) með samtals 726.004 einingar seldar.
Fyrsta kynslóð (1948–1952)
Fyrsta kynslóð F-Series pallbílsins (þekktur sem Ford Bonus-Built) var kynntur árið 1948 í stað fyrri pallbílalínu sem kom á markað árið 1942. F-Series var seldur í átta mismunandi þyngdarflokkum, sem pallbíll með skúffu, pallbíll með húsi, grind með vélarhúsi og húsi (COE), hefðbundinn vörubíll og yfirbyggingargrind fyrir skólabíla.
Önnur kynslóð (1953–1956)
Sem 1953 árgerðina kynnti Ford aðra kynslóð F-línu pallbíla. Stærri bíll, bættar vélar og uppfærður undirvagn voru einkenni annarrar kynslóðar. Í þessari annarri kynslóð var nafnakerfi F-Series breytt í þrjár tölur; þetta kerfi er enn í notkun í dag. Hálfs tonns F-1 varð F-100, F-2 og F-3 voru sameinaðir í 3?4 tonns F-250, en F-4 varð eins tonns F-350.
(Autoblog og Wikipedia)
Umræður um þessa grein