2023 Tesla Cybertruck sást í reynsluakstri
Aðeins um hvenær hann kemur, verð og tæknibúnað
Elon Musk hefur tilkynnt að nýr Tesla Cybertruck komi til viðskiptavina á þessu ári og nú hafa fyrstu prófunarbílaranir sést í akstri.
Eftir margra ára tafir sást einnig áberandi rafmagns pallbíllinn á bandarískum þjóðvegi með herra Musk við stýrið.
Á hluthafafundi undir lok síðasta árs sagði Musk að Tesla vonist til að hefja afhendingu á þessu ári svo við gætum séð viðskiptavini fá Cybertruck-bílana sína fyrir sumarið.
Musk viðurkenndi vandræði með framleiðslu Cybertruck og tísti að þetta væri „mjög erfiður bíll í smíðum, þar sem hann er ólíkur öllum öðrum“, en eins og fram hefur komið opinberlega byrjar framleiðsla Cybertruck á þessu ári.
Tesla Owners Silicon Valley birti myndband af Cybertruck sem er í prófun – sem sýnir hönnun afturljósa bílsins.
Bakljósastikan í fullri breidd er ekki upplýst með litlum ferhyrnings einingum, þó að Musk hafi sjálfur tjáð sig um hönnunina og sagt „Framleiðsluútgáfa verður með rauða ljósastiku“ í tísti á Twitter.
Önnur færsla á samfélagsmiðlum eftir TOC (Tesla eigendaklúbbur) í San Joaquin Valley sýnir að ljósastikan sem er á þaki fylgir staðalgerð ljósastikunnar á framstuðaranum.
Frumgerð útgáfa af Tesla Cybertruck sem lengi hefur verið beðið eftir sást í Kaliforníu í júní 2022.
Hann var þó sýnilegur á opnunarhátíð Elkhorn Battery í Moss Landing, með nokkrum athyglisverðum breytingum frá fyrri sýndum ökutækjum.
Þó að hönnunin sé enn mjög mínímalísk og köntuð, birtust nokkrar fleiri raunverulegar myndir.
Myndir teknar af Nattanan Sirivadhanabhakdi starfsmanni Tesla sýndu nýja rúðuþurrku sem er lóðrétt og einnig nýja hliðarspegla.
Hjólin eru ekki lengur með hina undarlegu hlíf, heldur með mun hefðbundnari álfelgum með sex bolta mynstri.
Að innan er nýr ökumannsskjár sem virðist hafa verið tekinn úr Model X og miðju framsæti hefur verið skipt út fyrir miðjustokk. Það er líka okstýri – eiginleiki sem sást fyrst á Model S Plaid.
En þó að hann hafi fengið hefðbundnari búnað er Cybertruck greinilega enn langt frá því að vera fullgerður.
Musk hefur sagt að þegar Cybertruck-framleiðsla er hafin, vonast hann til að framleiða kvartmilljón Cybertruck-bíla árlega en að ná því muni taka tíma vegna þess að enn á eftir að bæta tæknina og hún er enn mjög kostnaðarsöm á þessu stigi.
„Ég hef meiri áhyggjur af hlutum eins og hvernig við smíðum Cybertruck á viðráðanlegu verði þrátt fyrir frábæra tækni.
Tesla Cybertruck var opinberaður árið 2019 og hefur verið seinkað á hverju ári síðan. Síðan þá hafa aðrir framleiðendur komið inn í þennan hluta rafbílamarkaðarins, þar á meðal Ford með F-150 Lightning, Rivian með R1T, GMC með Hummer EV og Chevrolet með Silverado EV, svo eitthvað sé nefnt.
Tesla Cybertruck: verð, upplýsingar og markaðssetning
Þegar Cybertruck hugmyndabíllinn var kynntur, kom hann bílaheiminum í opna skjöldu með kantaðri yfirbyggingu úr ryðfríu stáli, ökutæki með skotheldu gleri og fullyrt að hámarks dráttargeta væri yfir sex tonnum.
Tesla vill ná að setja Cybertruck á markað árið 2023, en fyrirtækið hefur átt erfitt með að halda sig við settar tímalínur.
Á öðrum bílavefsíðum má lesa að reiknað sé með bílnum í fyrsta lagi í desember á þessu ári á markað.
Í kjölfar uppljóstrunar 2019 tilkynnti Musk á Twitter að meira en 250.000 viðskiptavinir hefðu lagt inn pantanir fyrir nýju gerðina – sem að bíða líklega enn.
Síðan semdi hann frá sér myndband sem sýnir Tesla Cybertruck draga Ford F150, mest selda pallbíl Bandaríkjanna, sem hefur valdið nokkrum deilum á netinu.
Elon Musk hélt því fram að hann gæti borið allt að 1.587 kg og draga allt að 6.350 kg.
Hann kemur einnig með læsanlegu, 2.832 lítra hleðslurúmi sem getur borið hluti allt að 1.981 mm að lengd.
Musk lofar að pallbíllinn verði líka vel duglegur utan vega.
Hann er með 406 mm veghæð, 35 gráðu aðkomuhorn og 28 gráðu brottfararhorn – sem er betra en Ford F-150.
Einnig er lofað ýmsum nýjum stillingum fyrir togstýringu, sem eru hannaðar til að líkja eftir vélrænni læsingu á mismunadrifi.
Tesla Cybertruck: afköst og drægni
Árið 2019 fullyrti Tesla að Cybertruck, sem yrði toppbaráttunni á markaðnum, verði verðlagður frá sem svarar um 9,9 milljónum króna í Bandaríkjunum, og hann mun vera með þrjá mótora, drifrás með fjórhjóladrifi og stóran rafhlöðupakka sem er aðlagaður frá gerð Model X-jeppans.
Tesla segir að trukkurinn muni hafa nóg afl fyrir 0–60 mílur á klst (96,5 km/klst) upp á 2,9 sekúndur og hámarkshraða upp á um 210 km/klst, en hámarksdrægi hans mun standa í 800 km.
Grunnútgáfan, eins mótor, afturhjóladrifinn Cybertruck verður verðlagðir frá 39.900 dollurum (u.þ.b. 5,6 milljónir ISK), sem er undir verðlagi alrafmagns Ford F-150 Lightning sem kostar 51.974 dollara (7,3 milljónir ISK).
Einmótors Cybertruck mun hafa vera með 0–60 mph tíma 6,5 sekúndur og hámarkshraði 177 km/klst.
Hins vegar verða þeir búnir minni rafhlöðupökkum en flaggskipsgerðin, sem þýðir að þeir geta aðeins farið um 400 km á milli hleðslna og dregið allt að 3.402 kg.
Á milli þessara tveggja módela verður síðan tveggja mótora, fjórhjóladrifsgerð sem kostar frá 49.900 dollurum (um 7,0 milljónir ISK).
Hann mun bjóða upp á „meira en 480 km“, 0–60 mílur/klst tíma upp á 4,5 sekúndur og hámarks dráttargetu 4.536 kg.
Frá því að Cybertruck kom á markað árið 2019 hefur Musk síðan verið að vitna í að verðið og forskriftirnar „verði öðruvísi“.
Tesla Cybertruck: undirvagn, pallur og styrkur
Eins og Tesla Model X er Cybertruck á loftfjöðrun sem gerir kleift að lækka afturhluta pallbílsins til að auðvelda fermingu og affermingu.
Pallbíllinn er einnig búinn inndraganlegri skábraut, sem var sýnd með endurbættu Yamaha ökutæki sem ekur yfir sviðið og inn í pallinn.
Það eru enn töluverðar getgátur um hyrndar hönnun Cybertruck, þar sem mörg rit eru enn í vafa um hvort hann standist öryggisþátt gangandi vegfarenda í bandarískum slysareglum.
Hins vegar heldur Musk því fram að Cybertruck verði „sá harðasti“ á markaðnum, vegna yfirbyggingar úr ofurhörðu 30X kaldvölsuðu ryðfríu stáli.
Hönnunarstjóri Tesla, Franz von Holzhausen, sýndi styrkleika yfirbyggingar pallbílsins með því að reyna að beygla eina hurð hans með sleggju.
Cybertruck-bíllinn verður einnig búinn Tesla Armor Glass – ofursterku fjölliða samsettu efni, sem Elon Musk lýsti sem „gegnsæjum málmi“.
Sýningin á sviðinu gekk ekki eins mjúklega og með yfirbygginguna, þegar Holzhausen kastaði þungmálmkúlu í fram- og afturhurðargler pallbílsins sprungu báðar rúðurnar.
Musk viðurkenndi fyrir mannfjöldanum að það væri „pláss fyrir umbætur“.
Og eins og með alla pallbíla á bandarískum markaði er Tesla Cybertruck stór.
Hann mælist 5.885 mm á lengd, 2.027 mm á breidd og 1905 mm á hæð, sem gerir hann um það bil sömu stærðar og Supercab útgáfan af núverandi söluhæsta pallbíl Norður-Ameríku, Ford F-150.
Tesla Cybertruck: hönnun innanrýmis
Að innan eru tvær raðir með þremur sætum, þar sem miðjuframsætið fellur saman flatt og myndar armpúða.
Það hefur einnig sést útgáfa þar sem nýr miðjustokkur kemur í stað miðjusætisins að framan og það er ekki ljóst hvort báðar gerðir verði fáanlegar.
Eins og venjulega fyrir Tesla gerðir er mælaborðið aðeins með einum 17 tommu snertiskjá á langhlið, sem situr ofan á spjaldi með marmarakenndu yfirborði sem teygir sig alla breidd pallbílsins, án annarra sýnilegra stjórntækja.
Í stað stýris í Cybertruck er „ok-stýri“, sem einnig sést á væntanlegum Tesla Roadster, og núverandi Tesla Model S Plaid.
Baksýnisspegill pallbílsins er skjár, frekar en hefðbundin spegill, sem notar straum frá háskerpumyndavél í afturhleranum, en glerþakið nær aftur yfir farþegana í aftursætinu, sem fá útsýni yfir stál- klæddan pallinn fyrir aftan.
(grein á vef Auto Express)
Umræður um þessa grein