Samkvæmt frétt á vef Torque Report hefur Lexus kynnt uppfærslurnar á 2023 árgerðinni af Lexus UX crossover. Stóru fréttirnar eru þær að UX verður aðeins fáanlegur sem tvinnbíll og hann verður með nýja upplýsinga- og afþreyingarkerfinu sem frumsýnt var í stærri bílnum; NX.
2023 Lexus UX 250h verður með nýjan og stærri snertiskjá og 12,3 tommu skjá sem aukabúnað. 8 tommu skjár er staðalbúnaður. Nýja upplýsinga- og afþreyingarkerfið keyrir á Lexus viðmótskerfinu sem er einnig með raddstýringu þar sem ökumaður getur einfaldlega sagt „Hey Lexus“ fyrir raddvirkar skipanir. Apple CarPlay og Android Auto hefur einnig verið bætt við.
Á öryggishliðinni er Lexus UX 250h 2023 með Lexus Safety System+ 2.5 sem staðalbúnað en í því felst uppfærsla á myndavél og ratsjárkerfi til að greina betur gangandi vegfarendur, hjólreiðamenn og ökutæki sem koma á móti þegar beygt er til hægri. Beygjuhraðastýringin [CSC: Curve Speed Control] hefur verið uppfærð en búnaðurinn hægir á UX í samræmi við beygjurnar sem framundan eru.
Það eru engar breytingar undir húddinu, en 2023 UX fær nokkrar uppfærslur til að bæta stýrissvörun og afköst. Stífleiki yfirbyggingar hefur einnig verið bættur með því að bæta við 20 punktsuðupunktum á yfirbyggingunni. 2023 Lexus UX 250h kemur á markað í sumar.
Umræður um þessa grein