Tvær ástæður fyrir því að hleðslutími rafbíla mun lækka
- 800V hleðsla mun jafna notkun rafbíla á við hefðbundna bíla.
Líklegt er að hleðslutímar rafbíla muni styttast verulega og heimildir iðnaðarins spá því að á fimm árum ætti að vera mögulegt að hraðhleðsla á rafhlöðu í rafbíl muni eiga sér stað með miklum afköstum á innan við 10 mínútum.
En þetta mun vera saga í tveimur hlutum, sá fyrsti er um afkastamikla hleðslu og sá síðari um endurbætur á því hvernig rafhlöður eru hannaðar.
Flestir bíla með rafhlöðum í dag eru búnir með 400V rafkerfum sem eru metin af iðnaðinum sem háspennukerfi. Raforkan er mæld í vöttum og aflið í vöttum sem er fundið út með því að margfalda spennuna (voltin) með straumnum í Amperum.
Til að auka afl í vött sem rafkerfið í bílnum getur afhent, eða hleðsluna sem kerfið getur tekið við, þarf annað hvort að auka spennuna eða strauminn (amperin). Vandinn við að nota hærri straum er að það þarf stærri, þyngri kapla með þykkari einangrun og það býr til meiri hita, þannig að valið er að auka spennuna í staðinn, þess vegna er tilkomið 800V fyrirkomulag rafmagnsins hjá Porsche. Með því að auka afl kerfisins gerir það bæði kleift að auka afköst og hraðari hleðslu.
Flestir hraðhleðslutæki almennings geta höndlað allt að 50 kW jafnstraum en mjög öflug hraðhleðslutæki sem skila allt að 150 kW og 800 V, hraðhraðhleðslutæki sem geta 350kW frá Ionity fóru að birtast á síðasta ári. Porsche Taycan er sá fyrsti til að geta nýtt sér 350kW hleðslutæki með 800V fyrirkomulagi rafkerfisins.
Samkvæmt Porsche tekur það tuttugu mínútur að hlaða Taycan rafhlöðu frá 5% til 80% hleðslu með einu af nýju Ionity hleðslutækjunum. Jafnvel þá notar Porsche ekki fulla afköst hleðslutækisins og dregur kraftinn í hámarkið 270kW. En hleðsluhraði snýst ekki bara um hleðslutæki: hann stjórnast einnig af því hve hratt rafgeymissellurnar geta tekið við hleðslu og það er hinn hluti sögunnar. Það besta á enn eftir að koma þar sem rafhlöðuhönnun tekur á nýjungum í rafbílum – og hleðslukerfum.
Röksemdafærslan á bak við hleðslu á svo miklum hraða er að ná nokkrum jöfnuði við hefðbundið eldsneyti á bílum á þjóðvegum sem aka lengri vegalengdir, svo 800V tæknin sem snýst bæði um þægindi og afköst.
Ef við berum saman meðaltal aksturssvið rafbíls sem notar 50kW hraðhleðslutæki og hefðbundna bíla í 600 km akstri á þjóðvegum og það er stórt bil þar á milli.
Umræður um þessa grein