Þegar við settum háu ljósin á með fætinum
Við fjölluðum í morgun um „ljósasamlokur“ í amerískum bílum, og þeir sem á annað borð muna eftir þessum ljósum muna eflaust eftir því líka að í stað þess að fikta í stýrirofa við stýrið til að setja háu ljósin á, þá var vinstri fóturinn notaður til þess.
Rofinn til að kveikja og slökkva á háu ljósunum var einfaldlega lítill pinni sem stóð upp úr gólfinu vinstra megin fyrir framan ökumanninn.
Þegar þörf var á að kveikja á háa geislanum, þá var einfaldlega stigið á þennan „rofa” og til að skipta aftur niður á lága geisla ökuljósanna, þá var einfaldlega stigið aftur á rofann. Einfalt – og þægilegt- svo ekki sé meira sagt!
Umræður um þessa grein