Tesla og Panasonic enn í samvinnu
Hver man ekki eftir Panasonic hljómtækjamerkinu með meiru? Tesla hefur gert þriggja ára samning við japanska tæknirisann Panasonic um framleiðslu á ion-lithium rafhlöðum sem mun fara fram í risaverksmiðju Panasonic í Nevada USA.
Tesla og Panasonic hafa verið að tala saman um að leggja saman krafta sína í að framleiða kraftmeiri og endingarbetri rafhlöður.
Panasonic hafði látið uppi í maí að verið væri að vinna að þróun nýrra rafhlaða með Tesla með að markmiði að búa til endingarbetri rafhlöður.
Nú hafa fyrirtækin gert með sér samning um framleiðslu og kaup á rafhlöðum. Tesla skuldbindur sig til að kaupa ákveðið magn rafhlaða fyrstu tvö ár samningsins.
Þó svo að Panasonic sé ekki lengur eini samstarfsaðili Tesla í framleiðslu á rafhlöðum hefur þeim tekist að snúa vörn í sókn í rafhlöðu geiranum í USA vegna síaukinnar eftirspurnar Tesla eftir rafhlöðum.
Í síðasta mánuði tilkynnti Tesla að hagnaður hefði náðst á undangengnum ársfjórðungi þrátt fyrir Corona faraldurins – fjárfestum til talsverðrar undrunar.
Umræður um þessa grein