Rafbíll með 12 mílna drægni
Þetta hljómar ekki vel eða jafnvel sem grín, ekki satt?
Þetta mun hljóma betur þegar þið fáið að vita hvað bíll þetta er. Bíllinn sem um ræðir er Volkswagen I.D. R Pikes Peak.

Þessi kappakstursbíll var ekki hannaður til að keppa við aðra kappakstursbíla heldur til að slá hraðamet við að keyra veginn upp á Pikes Peak en til þess þarf hann einmitt 12 mílna drægni (reyndar aðeins meira en spillum ekki góðri sögu með leiðinda staðreyndum). Þetta er rafbíll eins og margir vita og var nánar tiltekið gerður til að slá hraðamet rafbíla upp á toppinn en hann gerði aðeins betur en það og fór upp á langbesta tíma sögunnar.
En saga Pikes Peak International Hill Climb sem er einnig þekkt sem The Race to the Clouds er bísna löng, en 1916 varð Romano Special fyrsti bíllinn til að sigra.

Volkswagen I.D. R Pikes Peak hefur líka sett alls konar brautarmet.
Höfum textann ekki mikið lengri og munið að láta Dag ekki vita af þessu.
Myndböndin fá að tala og hafið þið ekki séð Pikes Peak met sett áður þá skuluð þið sitja fast í ykkar sæti, þetta er ekki fyrir viðkvæma.
Fyrrum Formúla 1 heimsmeistari Nico Rosberg prófar tækið.
Þyngdarkraftarnir við hröðun og hemlun eru svo miklir að ég hélt að ökumaðurinn í þessu myndbandi myndi falla í yfirlið. Fínustu sportbílar eiga ekki séns í I.D. R. Mjög fróðlegt myndband.
Það er mjög mikill munur á hröðuninni í þessum sem er 1,65 sekúndur í hundraðið eða fyrsta bílnum mínum sem var líka Volkswagen en það var 1967 VW Bjalla með 1200 rúmsentimetra vél og hann, hafði maður á tilfinningunni, var hálftíma í hundraðið.
Sennilega var hann næstum 40 sekúndur í hundraðið en sagan er betri eins og ég sagði hana fyrst.
Umræður um þessa grein