Á hraða formúlubíls og með hlass á pari við íbúðarhús lendir farþegaþota oftast nær án þess að sprengja dekk. Þetta er Bílablogg en það eru jú líka dekk undir flugvélum þannig að þær fá að vera með hér, dekkjanna vegna!
Við kunnum auðvitað að skipta um dekk, en ekki hvað? Þeir sem kunna að aka bíl, kunna að skipta um dekk. Annað væri bara asnalegt, ekki satt? En hvernig er með dekkjaskipti í lendingarbúnaði flugvéla? Sækir maður ekki bara tjakk og græjar þetta? Lítum nánar á það.
Stóri tjakkurinn sóttur
Jú, það er alveg rétt. Það þarf að nota tjakk en hér duga engin vettlingatök. Ekki misskilja mig; það er mjög gott að vera með vettlinga en það þarf nú alveg tvo til að færa eitt svona meðalstórt dekk til og frá.
Og handtökin eru fleiri en við dekkjaskipti á bíl. Best fer á því að hendurnar séu líka fleiri en tvær. Þó ekki á sömu manneskju. Það væri undarlegt.
Af hverju springa þau ekki?
Það er nú stóra spurningin og af hverju hefur hitastig ekki meiri áhrif á hversu viðkvæm dekkin eru en raun ber vitni? Hér spilar margt inn í, eins og sagt er. Dekkin eru slöngulaus og fyllt köfnunarefni. Áður en lengra er haldið er rétt að hleypa sérfróðum að.
Þetta myndband er virkilega fínt og skýrir þetta býsna vel! Auðvitað var ætlunin að deila myndbandinu hér á síðunni í stað þess að senda lesendur í ferðalag um veraldarvefinn, en því miður er ekki hægt að deila þessu svo endilega smellið á hlekkinn að ofan eða bara hér og horfið á þetta fína myndband.
Annars er þetta líka ágætt:
Fleira tengt flugi:
„Gullfaxi með nýstárlegan farm“
Einn af 2.606 – kominn á Ystafell
Bíllinn sem brotlenti
?Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.
Umræður um þessa grein