Hvernig fjölliða-fjöðrun virkar
Sennilega er fjöðrunin einn flóknasti þátturinn í uppbyggingu bíls, fjöðrun er líka það sem margir kaupendur bíla eiga erfitt að átta sig á. Fjöðrun gegnir mikilvægu hlutverki í stöðugleika ökutækis og þægindum sem hún veitir farþegum, og þess vegna er alveg við hæfi að koma með lýsingu á hvernig hún virkar.
Hins vegar, þar sem þetta er frekar flókið, verðum við að taka einn þátt í einu.
Þessi grein mun fjalla um hina vinsælu fjölliðafjöðrun sem er algeng í bílum í dag. En fyrst, aðeins nánar almennt um fjöðrun.
Í grundvallaratriðum táknar fjöðrun samsetningu tenginga, gorma og höggdeyfa sem tengir yfirbyggingu bíls við hjólin. Eins og fyrr segir eru fjöðrun mikilvæg í meðhöndlun og hemlun bíls, en einnig lykilþáttur í ökutæki þegar kemur að þægindum fyrir bæði ökumann og farþega.
Í hnotskurn, háð fjöðrun neyðir hjól til að samþykkja sama hallahorn (hornið á milli lóðrétta áss hjólsins og lóðrétta áss ökutækisins) og hitt hjólið. Sjálfstæð fjöðrun gerir aftur á móti einu hjóli kleift að hreyfast frjálslega og óhindrað af hinu andstæða.
Það er athyglisvert að jafnvel þó að sumar gerðir af sjálfstæðri fjöðrun séu með einhvers konar tengihluti, eins og sveiflustöng, eru þær samt flokkaðar sem sjálfstæðar.
Fjölliða fjöðrunin
Fjölliða fjöðrun byggir í raun á tvöfaldri klofafjöðrun og notar þrjá eða fleiri hliðararma og einn eða einn eða fleiri langsum arma, sem þurfa ekki að vera jafnlangir og hægt er að halla þeim frá upphaflegri.
Hver armur er með kúlulaga lið eða gúmmífóðringu í hvorum enda, sem veldur því að þeir „virka“ í spennu og þjöppun en bogna ekki.
Eins og fram kemur hér eru armarnir sameinaðir efst og neðst á spindilfestingunni. Þegar þessi spindill snýst til að stýra bílnum, breytir þessi aðgerð í raun fyrirkomulagi fjöðrunar með því að toga í alla fjöðrunararmana, þar sem snúningskerfi fjöðrunar eru hönnuð til að leyfa þetta.
Fjölliðafjöðrun er notuð á fram- og afturfjöðrun, en í tilfelli fjöðrunar að framan er hún með togstöng sem tengist við stýrið, eða stýrisvélina.
Hinsvegar er fjöldi bíla með MacPherson gormafjöðrun að framan en fjölliðafjöðrun að aftan.
Þar sem það er ekki ein algild uppsetning á fjölliða fjöðrun í bílgreininni, hafa margir stærri bílaframleiðendanna sína eigin hönnun. Sumar BMW uppsetningar líta út eins og bókstafurinn Z og eru með fjóra liði, en fjölliðafjöðrun Honda er sem dæmi eins og tvöföld klofspyrnufjöðrun en með viðbættum fimmta stjórnarmi.
Framfjöðrun Audi A4 er einnig með fjórum liðum og hún er einstaklega lík fjöðrun sem byggir á tvöfaldri klofspyrnufjöðrun.
Þá er fjöðrun hjá Hyundai sem er með 5-liða kerfi að framan og aftan. Framfjöðrunin er með tveimur efri tenginum, tveimur neðri stöngum og togstöng, en í afturfjöðruninni eru tvö efri tengi, neðra tengi, eltiliður og „innskeifni-stýring“.
Kostir og gallar
Litið er á fjölliðafjöðrunina sem besta sjálfstæða kerfið fyrir fjöldaframleiðslubíla vegna þess að það býður upp á bestu málamiðlanir milli meðhöndlunar og rýmis annaravegar og þæginda og aksturseiginleika hins vegar.
Þar að auki, vegna þess að slík fjöðrun gerir ökutæki sveigjanlegra í akstri, er þetta líka mjög góð lausn í akstri í torfærum.
Fjölliðafjöðrun er einnig hagstæð fyrir hönnuðinn sem getur breytt einni breytu í fjöðruninni án þess að hafa áhrif á alla samsetninguna. Þetta er mikill munur samanborið við tvöfalda klofspyrnufjöðrun.
Eins og með alla góða hluti er fjölliðafjöðrun kostnaðarsöm og flókin í hönnun og framleiðslu.
Komin í dag í flesta venjulega bíla
Hins vegar, vegna stöðugra tækniframfara, hefur fjölliðafjöðrun færst úr lúxusbílum yfir í hinn almenna bíl. Eitt þeirra fyrirtækja sem vinna að ódýrri hönnun fjölliða er Magneti Marelli, birgir og bakhjarl F1 liðs Ferrari.
Fyrirtækið kom upp fyrir nokkrum árum með „FLECS“ (Flexible Link Elevated Compliance Suspension), hönnun sem byggir á neðri stjórnarmi með sveigjanlegum blöðum á lengdina.
Með því að deila teygjuhreyfingum á milli fóðringa og tengja þýðir að hægt er að fækka stýriörmum fjöðrunar, sem leiðir til beins kostnaðarsparnaðar.
Að auki eru fóðringarnar sjálfar, fyrir utan eina samhæfa fóðringu, tiltölulega einfaldir íhlutir sem eru til uppi í hillu hjá mörgum framleiðendum.
Umræður um þessa grein