Hvað eru rafliðar og hvað gera þeir?
Rafkerfi bílsins þíns er flókinn vefur rafleiðsla sem liggur um allan bílinn. Til að láta allt virka í sátt og samlyndi þarf sérhæfða íhluti sem eru hannaðir til að virka gallalaust. En þegar rafmagnsíhlutur bilar gætirðu átt í vandræðum.
Þú gætir haldið að þegar þú kveikir á aðalljósunum að þú sért að kveikja beint á ljósunum í gegnum aðalljósarofann. Nema þú sért að keyra fornbíl, þá ertu í raun að kveikja á rafliða fyrir aðalljósin til að veita orku til peranna.
Þessi rafliði er hannaður til að framkvæma „rofaaðgerðina“ í stað rofa í mælaborðinu eða við stýrið.
Eins og sést á myndinni hér að ofan eru oft margir rafliðar saman nálægt öryggjum rafkerfisins, en hver af þessu litlu „kössum“ á öryggjabrettinu er í raun að stjórna einhverjum rafstýrðum hlut í bílnum.
Hvað er rafliði
Í sinni einföldustu mynd er rafliði rofi sem er stjórnað með rafmagni. Einfaldur rafliði hefur tvær rafrásir, önnur virkar sem kveikja til að stjórna rofanum.
Venjulega er rafsegull notaður til að stjórna rofabúnaðinum. Þegar straumur kemur á rafsegulrásina kveikir það á tengisnertum rofabúnaðarins til að smella saman og opna fyrir strauminn.
Þegar enginn straumur er á rafsegulrásinni mun rofabúnaðurinn opnast aftur, snerturnar missa samband og starumurinn rofnar, í þessu tilfelli slokknar á ljósunum.
Það eru alls konar rafliðar fyrir sérstakar aðstæður. Sumar kunna að hafa margar rásir til að kveikja á mörgum tækjum í einu. Rafliði er frábær leið til að stjórna hærri spennurás með því að nota lægri spennugjafa.
Dæmi um svona eru til dæmis stórir ljóskastarar á jeppum.
Ef takkinn í mælaborðinu væri notaður til að kveikja beint á svona stórum kastara þyrfti mikill straumur að fara um rofann á sama augnabliki og kveikt er á, sem gæti myndað neista og álag á rafkerfið, þannig að öryggið fyrir ljósin gæti farið.
Með því að nota rafliða á milli, þá þarf aðeins lítinn straum frá rofanum til að virkja rafliðann, sem er sérstaklega hannaður til að þola snöggt álag.
Umræður um þessa grein