Hagnýtt ráð varðandi ABS hringi
Þegar ABS hringur sem er á öxli eða liðhúsi brestur, springur eða skemmist á einhvern annan máta er það vegna ryðsöfnunar undir hringnum. Það skiptir ekki máli hvaða útfærsla af ABS hring það er; tenntur, gataður eða eins og er t.d. í Benz, segulmagnaður.
Þegar öxlinum hefur verið náð úr hjólnafinu og hann annað hvort tekinn úr eða orðið nógu gott aðgengi til að hreinsa allt ryð af sætinu og leifar af gamla ABS hringnum þar sem hringurinn á að sitja, þarf að skoða hvort það séu einhverjar leifar eða mikið ryð inni í gatinu þar sem öxullinn á að vera og hreinsa það í burtu.
Sem sagt skoða og hreinsa vel.
Þegar allt er tilbúið fyrir nýja ABS hringinn er zinkúða úðað á öxulinn þar sem hringurinn á að vera og hringurinn rekinn upp á með hamri sem er helst gúmmí- eða plasthamar til að skemma ekki neitt.
Það sem zinkúðinn gerir er að ryðverja sætið undir ABS hringnum þannig að hann endist lengur. Á meðan zinkúðinn er blautur virkar hann sem smurning þegar verið er að reka nýjan hring upp á öxulinn.
Umræður um þessa grein