Ducati Hypermotard verður þriggja hjóla, Star Wars innblásið mótorhjól fyrir ískappakstur
-hér er ein skemmtileg frátt fyrir þá sem hafa áhuga á mótorhjólum – og þá ef þau eru sérstök!
Mótorhjólaheimurinn, með gríðarstóran eftirmarkað, er þekktur fyrir sérsmíði af ýmsu tagi, en við höfum sjaldan séð hjól eins og þetta. Rússneska fyrirtækið Balamutti bætti þriðja hjólinu við Ducati Hypermotard til að búa til hjól sérsmíðað fyrir ís-kappakstur.
Þeir sem þekkja til Ducati munu strax bera kennsl á grind og vél Hypermotard. Tvöföldun framhjóla kallaði á sérhönnun, hanna og búa til nýja sveifluarma og sérsníða stýrisbúnað. Það er mikil vinna, en kostirnir eru óumdeilanlega: tvisvar sinnum fjöldi hjóla þýðir tvöfalt grip frá nagladekkjum og tvöfalda hemlunargetu. Þetta fyrirkomulag ætti að gera Hypermotard töluvert auðveldara að fást við ísilagða brauina.
1,1 lítra vélin var ekki látin ósnortin. Taktu eftir: þeir hjá Balamutti tóku Garrett GT35 túrbóhleðslubúnað og bættu trissukerfi við sveifarás vélarinnar til að breyta yfir í forþjöppu.
Tækniforskriftir hafa ekki verið gefnar út enn þá, en hafa má í huga að staðalgerð Hypermotard er að minnsta kosti með 90 hestöfl fyrir knapann. Brembo bremsur halda aflinu í skefjum.
Vitaliy Selyukov, maðurinn á bak við smíðina, sagði við Asphalt & Rubber að hann nefndi sköpun sína Yondu eftir persónu í „Guardians of the Galaxy“.
Hann útskýrði að hann smíðaði það til að keppa í Baikal Mile, keppni sem haldin er á hinu frosna Baikal-vatni nálægt landamærum Rússlands og Mongólíu, en hann tilkynnti verkefnið á opinberri vefsíðu sinni 18 dögum eftir að áætluninni lauk. Hvort það keppti er óljóst; það sem er víst er að þetta er eitt nýstárlegasta hjólið sem komið hefur fram frá því að Lazareth sýndi fjórhjóla mótorhjól sem hallar sér í beygju, að sögn þeirra hjá Autoblog sem birtu þetta á sínum vef.
Umræður um þessa grein