Heimildarmyndin um Michael Schumacher hefur heldur betur fengið hörðustu jálka til að fella tár og hjólreiðakappa til að vilja leggja reiðhjólinu og setjast upp í formúlubíl.
Netflix framleiddi myndina sem hefur verið aðgengileg síðan miðvikudaginn 15. september og láta viðbrögðin ekki á sér standa. Nú, þegar þetta er skrifað hefur myndin verið í sýningu í rúma þrjá sólarhringa og 5500 manns gefið henni einkunn á IMDb. Sem stendur er einkunninn 7.8 af 10.
Chris Harris, einn af stjórnendum þáttarins Top Gear, lendi í vandræðum með að spila myndina í fyrrakvöld og greindi frá því á Twitter. Taldi hann vandræðin stafa af því hve margir væru að horfa á myndina samtímis. Í gærmorgun hafði hann þó horft á myndina og mælir með henni. Viðbrögð fylgenda létu ekki á sér standa eins og sjá má:
Rússíbanareið eftir öllum tilfinningaskalanum
Sem fyrr segir hafa fjölmargir fellt tár yfir myndinni, einkum síðustu 20 mínútum hennar. Corinna Schumacher, eiginkona Michaels Schumacher, opnar sig og greinir frá hvernig líf fjölskyldunnar breyttist á augabragði í skíðaferð fjölskyldunnar fyrir átta árum síðar. Þegar eiginmaðurinn, sjöfaldur heimsmeistari í Formúlu 1, fékk alvarlegt höfuðhögg breyttist nefnilega allt og hefur fjölskyldan lítið sem ekkert tjáð sig um það fyrr en nú.
Ekki er ætlunin að ljóstra of miklu upp um myndina en þó má greina frá því að orð Micks Schumachers, sonar þeirra Corinnu og Michaels, virðast snerta flesta áhorfendur, ef eitthvað er að marka mörgþúsund ummæli fólks á Twitter.
Hinn tuttugu og tveggja ára gamli Mick keppir í Formúlu 1 og harmar að geta ekki rætt við föður sinn um akstursíþróttir. „I would give up everything just for that,“ sagði hann.
Nokkur tíst:
Umræður um þessa grein