Fimmtudagur, 22. maí, 2025 @ 23:21
Bílablogg
Advertisement
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt

Maðurinn sem hannar brautirnar í Formúlu 1

Malín Brand Höf: Malín Brand
11/12/2021
Flokkar: Mótorsport
Lestími: 3 mín.
264 20
0
136
DEILINGAR
1.2k
SMELLIR
Deila á FacebookDeila á Twitter

Hverjir búa til kappakstursbrautirnar? Nær væri að spyrja „hver“, því einungis fjórir menn eru samþykktir af FIA sem brautarhönnuðir og þar af einn sem hanna má brautir fyrir Formúlu 1.

Í grein sem birtist hér á síðunni í morgun var minnst á að hönnuður Yas Marina brautarinnar í Abu Dhabi, sem keppt er á í Formúlu 1, væri maður að nafni Hermann Tilke.

Kappakstursbrautahönnuðurinn og ökumaðurinn Hermann Tilke. Mynd/Wikipedia

Það er ekki úr vegi að fræðast ögn um þann mann en hann hefur sannarlega gert eitt og annað í brautarmálum fyrir Formúlu 1 og aðrar akstursíþróttir um heim allan. Hvaða náungi er þetta eiginlega?

Enginn sófasportisti

Það hlýtur að vera æskilegt að maður sem hannar slíkar brautir sé ekki einhver sófasportisti sem ekkert veit um akstursíþróttir, heldur einhver sem hefur aðeins ekið eftir slíkum brautum. Það er ekki nauðsynlegt en það er alla vega ekki verra.

Þjóðverjinn Hermann Tilke hefur einmitt mikla reynslu af akstursíþróttum því sjálfur hefur hann keppt sem ökumaður í nokkrum akstursíþróttagreinum.

Má þar nefna kappakstur ýmiss konar á Nürburgring; VLN endurance racing og 24 Hours Nürburgring.

Hann er byggingaverkfræðingur að mennt og sérhæfir sig í samgöngu- og umferðarþáttum verkfræðinnar. Ofan á það hefur hann menntun í arkitektúr, véla- og rafmagnsverkfræði og svo er hann hundaklippari. Grín! Hann er ekki hundaklippari, en svakalega væri það samt fyndið ofan á allt hitt. Afsakið öll!

Einn af fjórum í heiminum

Þeir eru ekki margir sem hafa þá menntun sem þarf til þess ábyrgðarmikla starfs sem hönnun kappakstursbrauta er. Það er eitt að hanna golfvöll á réttan hátt en að hanna kappakstursbraut getur kostað mannslíf, ef ekki er allt 100%. Það er nú stóri munurinn í stórfurðulegum samanburði undirritaðrar á hönnun golfvalla og kappakstursbrauta.

Tilke er einn af fjórum hönnuðum sem fengið hafa viðurkenningu FIA (alþjóðaakstursíþróttasambandsins) til hönnunar á kappakstursbrautum. En hann er samt sá eini sem „má“ hanna brautir fyrir Formúlu 1, samkvæmt því sem fram kemur í þessari grein í blaðinu The Guardian. Það gæti reyndar hafa breyst því þessi grein sem hér er vísað í er frá 2009. Höfum þann fyrirvara á.

En það breytir því ekki að Hermann Tilke er karlinn sem hannaði brautirnar og er fyrirtæki Tilkes ??fremst allra í heiminum þegar kemur að hönnun kappakstursbrauta.

Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.

Fyrri grein

Það sem Häkkinen vill sjá á sunnudaginn

Næsta grein

Sjáðu Cybertruck á ferð!

Malín Brand

Malín Brand

Akstursíþrótta- og blaðamaður

Svipaðar greinar

Ítalskur íhlutaframleiðandi bjargar Recaro Automotive

Ítalskur íhlutaframleiðandi bjargar Recaro Automotive

Höf: Jóhannes Reykdal
08/12/2024
0

Þýski bílstólaframleiðandinn fær fjárfestingu frá Proma Group, sem gerir framleiðslu kleift að hefjast að nýju Ítalski bílavarahlutaframleiðandinn Proma Group hefur...

Átján ára stúlka vann Porsche meistaratitil

Átján ára stúlka vann Porsche meistaratitil

Höf: Pétur R. Pétursson
23/09/2024
0

Isabell Rustad hefur átt nánast fullkomið tímabil í Porsche Sprint Challenge Scandinavia. Um helgina á lokakeppninni á Mantorp Park fékk...

Ford Mustang GTD verður frumsýndur í Evrópu á 24 stunda Le Mans

Ford Mustang GTD verður frumsýndur í Evrópu á 24 stunda Le Mans

Höf: Jóhannes Reykdal
27/05/2024
0

Ford hefur verið að undirbúa nýja Mustang GTD til að gera hann að fullkomnum bíl til að bera „hestanafnið“. Áætlað...

Audi Q8 e-tron breytt í öflugan rafdrifinn torfærubíl með nýrri Dakar útgáfu

Audi Q8 e-tron breytt í öflugan rafdrifinn torfærubíl með nýrri Dakar útgáfu

Höf: Jóhannes Reykdal
06/01/2024
0

Audi tók Q8 e-tron og breytti honum í alrafmagnaðan torfærubíl. Audi Q8 e-tron Dakar- útgáfan er sérgerð fyrir ævintýramenn sem...

Næsta grein
Sjáðu Cybertruck á ferð!

Sjáðu Cybertruck á ferð!

Umræður um þessa grein

Greinaflokkar

  • Aðsent
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Fréttatilkynning
  • Hugmyndabílar
  • Kynning
  • Mótorsport
  • Ritstjórn
  • Tækni
  • Umferð

Tögg

Cadillac Eldorado e power Hyundia Ioniq 6 klassík lögreglubílar mahindra Rafgmagnsbíll rafhlöður rafmagn Rafmagnsbíll Shanghai sjúkrabílar tata World car of the year

Óháður bílavefur

Bílablogg.is er sjálfstætt starfandi fjölmiðill sem skrifar með þarfir lesenda í huga. Við leggjum metnað okkar í að reynsluaka nýjum bílum og flytja fréttir af því helsta sem er að gerast í bílaheiminum, bæði heima og erlendis.

Greinar

  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð

Reynsluakstur

  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar
  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar

Nýjustu færslurnar

Bílasýningar

Nýr Kia EV6 frumsýndur á Íslandi

22/05/2025
Álit

BYD Sealion 7 – fágaður lúxus og kraftmikið tæknibúnt

19/05/2025
Bílaheimurinn

Þjónustudagur Toyota

16/05/2025

2023 © Bílablogg.is • Allur réttur áskilinn • Bílablogg sf • Kt. 5911211460

Welcome Back!

Skráðu þig inn á aðganginn þinn

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband

© 2022 Bílablogg sf. - Allur réttur áskilinn.