Torfæra, íslensk og góð eins og flatkaka með hangikjöti og harðfiskur með sméri. Já og hin rammíslenska lopapeysa. Það getur tekið stund að venjast sumu af þessu. En það getur verið gaman að fylgjast með viðbrögðum einhvers, sem á þessar lendur alveg ókannaðar.
Hér er myndband af manni horfa á myndband. Nánar tiltekið er maðurinn að horfa á eðalmyndefni frá mínum ágæta félaga Jakobi Cecil. Hann hefur um árabil kvikmyndað íslenskar akstursíþróttir og hefur myndefnið glatt margan manninn í mörgum heimsálfum. Hér er hlekkur beint inn á rásina hans Jakobs C. á YouTube.
Nema hvað! Í meðfylgjandi myndbandi horfir ónefndi maðurinn á torfæru, brot af því besta frá Hellutorfærunni 2021, og skilur hvorki upp né niður í út á hvað þetta gengur til að byrja með en virðist svo átta sig smám saman. Það er alveg bráðfyndið svo ekki sé meira sagt, að sjá viðbrögð hans.
?
Athugið að myndbandið hefst um miðbik þess en hægt er að „spóla“ til baka og sjá meira af þessu góðgæti.
Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.
Umræður um þessa grein