Það er sjaldgæft að margfaldir heimsmeistarar standi frammi fyrir algjörlega óyfirstíganlegri hindrun og það frammi fyrir þúsundum áhorfenda. Þetta gerðist þó í gær þegar þeir Sébastien og Sebastian ætluðu að fagna.
Já, þeir „næstum-því-nafnar“ Sébastien Loeb og Sebastian Vettel reyndust eiga í bölvuðu basli með kampavínið í gær. Það er ekki í fyrsta sinn sem menn hafa átt í vandræðum með áfengi, enda áfengið reynst mörgum fjötur um fót alla tíð. Sjaldgæfara er þó að vandinn tengist því að hella búsinu niður (eða upp) eins og í þessu tilviki.
Myndbandið spaugilega talar sínu máli en allt um keppnina sem í sjálfu sér var tilefni myndbandsins má lesa á síðu Race of Champions.
Annað „klaufalegt“ og kampavínstengt:
Manstu? Þegar Hamilton frussaði á Pútín
Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.
Umræður um þessa grein