Bretar komnir með delluna
Nú eru Bretar orðnir verulega róttækir í öllu því sem viðkemur „Monster Trucks“. Um síðustu helgi var mikið húllumhæ á UK Monster Truck Nationals sem fram fór í Northamptonskíri og er sá viðburður orðinn svo vinsæll að svartamarkaðsbrask er í kringum miðasölu og ýmislegt reynt til að komast nær trukkunum.
Já, það er allt að verða vitlaust! Eða það mætti halda miðað við fárið í kringum Monster Truck Nationals og Monster Jam á Englandi. Bandaríkin hafa frá því á áttunda áratugnum „átt“ þetta sport en Bretar hafa á síðustu árum sýnt rækilega að þetta er eitthvað fyrir þá.
Tebolli, kexkökur og Monster Truck!

Fenjaferlíkið og Loch Ness skrýmslið
Tony Dixon tók þetta „með trukki“ í orðsins fyllstu merkingu og keypti bílinn Swamp Thing frá Bandaríkjunum. Tony karlinn fékk delluna þegar hann var átta ára gamall og nú, 20 árum síðar og rosalega mörgum seðlum síðar er hann stoltur eigandi yfir 2000 hestafla maskínu. Maskínu sem er fjórar sekúndur frá 0 upp í 100 kílómetra hraða og er prýðisgóð til að stökkva yfir bíla, flugvélar, hjólhýsi og tjah, bara það sem má stökkva yfir.

Það er ekki eins og „fenjaskepnan“ eða Swamp Thing sé eins og sá bíll var í Bandaríkjunum. Nei, aldeilis ekki. Það er nokkur munur:


Tony er búinn að verja rúmlega 40 milljónum króna í að breyta bílnum og þó að hver bíltúr hrifsi allar fyllingar úr tannviðgerðum í skoltinum á karli þá er hann hrikalega ánægður með að eiga heiðurinn að því sem er orðið meira skrýmsli en sjálf Nessie, þ.e. Loch Ness skrýmslið.
Bíllinn er rúmlega þrír og hálfur metri á hæðina og á slíku tæki má stökkva hátt. Enda stökk Tony voðalega á ferlíkinu um helgina eða 12.8 metra upp í loft!
Annað skrýmslatengt:
Bílar sem aldrei fóru af stað
Voðaverk á hjólum
14 hjóla Lada monster truck: Hví ekki?
Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.
Umræður um þessa grein