Ef það er eitthvað sem við eigum nóg af hér á landi eru það holur. Holur sem við viljum ekki aka í en ökum því miður oft í, enda eru þær á vegum landsins. En við erum ekki ein um að vera rík í þessum skilningi. Holur í vegum eru víða!
Ef Rod Stewart ætlar að leggja holufyllingar fyrir sig þá á hann mikið verk fyrir höndum því í margar slíkar þar að fylla. Til útskýringar þá var popparanum nóg boðið fyrir fáeinum vikum og tók upp á því að fylla upp í hinar fjölmörgu holur gatna í bænum Harlow í Essex á Englandi. Stewart býr í þeim bæ og þolir illa að geta ekki ekið nýjasta bílnum sínum, Ferrari F8 Tributo.
Það er nú önnur saga sem lesa má hér.
?Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.
Umræður um þessa grein