Er bíllinn tilbúinn fyrir veturinn? – fyrsti hluti
- Mikilvægt að halda gúmmíköntum umhverfis hurðir og farangursrými hreinum
Þegar snögg veðrabrigði verða og næturfrostið laumast inn, kemur oft fyrir að það er erfitt að opna hurðirnar á bílnum. Þetta á einnig við um farangursrýmið og í dag er það sérlega mikilvægt að þar virki þetta eins og það á að gera , því margir nýir bílar eru komnir með sjálfvirka opnun, eða fjarstýrða.
Þessar gúmmíþéttingar á brúnum hurða á bílnum þínum eru mikilvægar til að halda rigningu, sandi, köldum vindi og raka frá því að síast í gegnum bilið inn í farþegarýmið. Ef gúmmíkantur skemmist eða ástand hans versnar verður andrúmsloftið í bílnum þínum það sama og það úti – hvort sem það er heitt og rakt eða kalt og ísing.
Til að koma í veg fyrir að þetta gerist eru hér nokkrar leiðir til að sjá um að halda gúmmíköntunum hreinum.
1. Þvoðu kantana
Haltu gúmmíköntunum hreinum með því að þvo þá reglulega með heppilegri sápu fyrir bíla og volgu vatni. Dýfðu tusku eða svampi í fötuna og þvoðu óhreinindin af gúmmíkantinum. Þetta ætti að gera reglulega samtímis og það er verið að þvo afganginn af bílnum þínum – sem ætti að gera reglulega. Allt sem það tekur er nokkrar mínútur og fata með sápuvatni.
2. Skoðaðu alla gúmmíkanta og hvort þeir séu farnir að losna
Það er mikilvægt gúmmíkantarnir séu örugglega fastir á sínum stað svo að þeir virki almennilega og haldi raka úr innanrými bílsins. Þegar þú hreinsar gúmmíkantana skaltu skoða þá vel til að tryggja að þeir séu hvergi byrjaðir að losna. Í dag sitja margir gúmmíkantar í „klemmufestingu“ sem kantinum er þrýst inn í. Ef svo er, er það einfalt að festa hann aftur, stundum gæti þurft að nota mjótt áhald eða borðhníf til að koma gúmmíinu inn í festinguna.
Ef um er að ræða límda kanta er einfalt að kaupa túpu af snertilími, bera á kantinn og samsvarandi stað í hurðarfalsinu og þrýsta á sinn stað þegar límið er tilbúið. Fylgdu leiðbeiningunum á líminu til að festa gúmmíið aftur við hurðarfalsið.
Til að tryggja að gúmmíkantur hrindi vel frá sér raka er gott að smyrja hann með sílíkoni. Ýmist er hægt að úða sílíkoni í klút og strjúka yfir gúmmíkantinn eða smyrja því beint á kantinn og þurrka síðan yfir með mjúkum klút. Mikilvægt er að þurrka yfir á eftir til þess að sílíkon smyrjist ekki í fatnað þegar farið er inn eða út úr bílnum.
3. Berðu sílíkon á kantana
Til að koma í veg fyrir að gúmmíið þorni og harðni og springi í framtíðinni er gott að bera sílíkon á það. Þetta verndar kantinn gegn kulda og hita, heldur mýkt hans og smyr í leiðinni.
Síðast en ekki síst kemur þetta fyrir að raki safnist á kantinn sem síðan frýs í frosti og „lokar“ hurðinni!
Úðabrúsar með sílikon úða innihalda aðeins lítið magn af „smurefni“, þannig að betri leið til að bera á sílíkon er að nota þykkni, ef það er aðgengilegt. Með því er hægt að bera sílíkonið beint á kantinn og strjúka síðan yfir með mjúkum klút.
Með því að framkvæma þetta reglulega kemurðu í veg fyrir að veðrið hafi áhrif á ástand gúmmíkantana.
Munum að óhreinir þéttikantar endast styttra og eins draga óhreinindi í sig raka og þannig er meiri hætta á að frostið hafi áhrif.
Umræður um þessa grein