Winnebago breytti E-Transit Ford í rafmagns ævintýrabíl
Húsbílaframleiðandinn Winnebago hefur búið til frumgerð af rafknúnum húsbílum byggða á E-Transit Ford sem mun ná meira en 160 km á hleðslu
„Taktu bara myndir, og skildu aðeins eftir þín fótspor“ er orðið vinsælt orðatiltæki sem sumir nota í hvert skipti sem þeir fara út í óbyggðir.
Ofangreint á að undirstrika að skilja við náttúruna eins og við komum að henni og án þess að valda henni skaða.
Reykspúandi ferðatrukkar, húsbílar og jeppar hafa frá upphafi ekið um náttúruna með tilheyrandi útblæstri og bara verið talið í fínu lagi.
Á þessu er eflaust að verða breyting því rafmagnið er á fullu á leið í hús- og ferðabílana líka.
Jæja, fyrir alla ævintýragjarna ferðalanga sem hyggja á ferðalög, gæti bandaríski húsbílaframleiðandinn Winnebago verið að fara að taka föstum höndum á þessum málum.
Fyrirtækið hefur nýlega frumsýnt sína aðra útgáfu af rafknúnum húsbílahugmyndabíl, sem kallast eRV2.
Byggður á rafknúnum E-Transit sendibíl Ford, mun hugmyndabíllinn þjóna sem prófun fyrir framtíðarbíla Winnebago sem hugsa um sjálfbærni.
Sem slíkur gengur bíllinn eingöngu fyrir rafhlöðuorku, er með innfelldar sólarorkuplötur inn í þakið og er með innréttingu sem er unnin úr sjálfbærari efnum.
„Aðalmarkmið okkar við að smíða eRV2 var að hjálpa fólki að skoða heiminn í kringum sig á þægilegan hátt með minni umhverfisáhrifum,“ útskýrði Huw Bower, forseti Winnebago vörumerkisins.
Til að gera þetta byrjar fyrirtækið með sendibíllinn Ford E-Transit, sem fyrirtækið segir að sé fær um að keyra 173 km útblásturslausan akstur.
Þar sem þetta er frumgerð, segir Winnebago að það muni nota farartækið sem prófunartæki fyrir tækni sem eykur drægni en það er fyrirtækið “virklega að sækjast eftir.”
Winnebago hefur einnig gefið sendibílnum 48 volta rafhlöðu til að knýja allt það nauðsynlega á tjaldsvæðinu, eins og ljós og hita.
Þessi rafhlöðupakki er paraður við fjölda sólarrafhlaða sem er innbyggð í háu þaki sendibílsins.
900-watta afkastageta, segir Winnebago, dugar til að raungera ævintýri þín utan hefðbundinna þjóðvega í allt að sjö daga, allt eftir því hvernig þú notar allt þetta fína rafmagn.
Það eru þó fleiri en nokkrar rafhlöður til að draga úr umhverfisáhrifum þessa sendibíls.
Að innan hefur Winnebago búið bílinn með innréttingu úr fjölda endurnýjanlegra efna.
Í stað leðurs eða plasts eru sætin í sendibílnum klædd plöntuefnum og borðplöturnar eru endurvinnanlegar og úr lífrænum efnum.
Það eru einnig endurunnin efni í notkun um allan húsbílinn, þar á meðal má nefna teppi, gólfmottur og dýnu.
Hvernig lítur öll þessi vistvæna hönnun út, gætirðu spurt? Jæja, frekar vel bara satt að segja, segir Jalopnik-vefurinn.
Allt er klætt með ljósum viði og hægt er að aðlaga lýsingu sem er innbyggð í rýmið með mismunandi litum til að passa við stemninguna.
Það eru líka snyrtilegar áherslur eins og innbyggt wifi og app sem gerir þér kleift að fylgjast með og stjórna orkunotkun þinni.
Núna er bíllinn aðeins reynsluakstursbíll. En Winnebago segir að allt sem það lærir af notkun eRV2 verði notað í „endanlegri hönnun“ fyrir rafmagns húsbíl sem gæti lent í umboðum í framtíðinni.
(frétt á vef Jalopnik)
Umræður um þessa grein