„Hvað ef…“ já, hvað ef einhver væri til í að láta hugmyndir konseptlistamanns um útlit ofurbíls verða að veruleika? Skyggnumst örsnöggt inn í hugarheim eins slíks listamanns.
Í morgun birtum við myndir af Hondu e með „wide body“ kitti sem gæti vel vakið lukku þegar það verður tilbúið. Nú er röðin komin að flippaðri Teslu en reyndar er það ekki „body kit“ heldur ofurútgáfa af ofurbíl sem um er að ræða í þessu tilviki.
En hvorugt er þó til í raunveruleikanum; hvorki þessi tiltekni ofurbíll né uppskriftin að því sem listamaðurinn sá í eigin hugskoti.
Það má samt búa til tölvumynd af hugmyndinni og það gerði einmitt breski konseptlistamaðurinn og hönnuðurinn Khyzyl Saleem. Segir hann að innblástur hafi hann sótt til hönnunar úr búðum Mission R, Czinger, Rimac, Polestar og Evija.
Hann birti á Facebook-síðu sinni fyrirspurn um nafn á hugmyndabílnum og játaði hann að hugmyndin væri kannski ívið snemma á ferðinni. En hvað um það! Hér er myndband af hugmyndinni fallegu sem kannski verður að veruleika :
Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.
Umræður um þessa grein