Sjálfkeyrandi coupé-bíll með gamaldags útliti
- Bíllinn er með mælaborð sem hægt er að „horfa í gegn um“
- Framleiðandinn er snjallsímaframleiðandinn Kyocera í Japan
Þessi hugmyndabíll í coupé-gerð lítur út eins og einhver sérsmíði frá Fiat eða Lancia frá fimmta áratugnum, en yfirbyggingin er aðeins umbúðir utan um sjálfkeyrandi hugmyndabíl sem þjónar sem sýningarskápur fyrir tækni frá japanska rafeindarisanum Kyocera, sem meðal annars framleiðis snjallsíma.
Bíllinn er kallaður Moeye og aðalhönnuðurinn Ryuhei Ishimaru segir: „Þessi hugmyndabíll er hannaður til að ná utan um sögu bílsins frá „hefðbundnum bílum“ til „framtíðarbíls Kyocera“og bætti við:„Þú getur fundið framtíðina koma út úr hefð bílaheimsins.“
Í framtíðarsýn Kyocera um framtíð bíla er ekkert stýri, leiðinleg minjar frá fortíðinni sem koma bara í veg fyrir fullkomlega stafræna mælaborðið, LCD skjá sem spannar breidd innanrýmisins.
Snertisnæmur flatskjárinn stýrir alls kyns ökutækjakerfum en það sem er glæsilegast, þjónar einnig sem risaskjá þar sem varpað er fram frá myndavélum sem snúa fram á við. Sú þrívíddarmynd teygir sig út á skjái á A-bitanum og tengist óaðfinnanlega útsýninu út um framrúðuna til að skapa þá mynd að framhlið bílsins sé alveg gegnsæ. Kyocera vísar til eiginleikans sem „ljósfræðileg felulitutækni“.
Annað frábær sýn á framtíðartækni er auðvitað hjálparvélmenni, þannig að Moeye hefur „Mobisuke“, sýndar teiknimyndatákn sem svífur nánast yfir skjánum til að útskýra með gagnlegum hætti hvernig eigi að stjórna hinum ýmsu aðgerðum.
Umhverfið inni í bílnum er bætt með Kyotoera Opal frá Kyocera, lýst sem „rannsóknarstofutilbúnum gimsteini“ og sérstök LED-umhverfislýsing sem sögð er líkja betur eftir náttúrulegu sólarljósi.
Moeye gefur þó ekki til kynna bíl sem framleiddur yrði af Kyocera. Þess í stað segist fyrirtækið stefna að „þróa einstaka tæki og kerfi innan heims ökutækja til að gera nýjar hugmyndir um bíla mögulegar og bæta upplifun notenda“.
(frétt á vef Autocar – myndir frá Kyocera)
Umræður um þessa grein