Hugmynd að torfærubíl frá Lexus
- Harðgerður nýr Lexus NX PHEV Offroad Concept kynntur í Tókýó
- Torfæruútgáfa Lexus af NX er með stórum dekkjum, sterkum torfæru álfelgum og nokkrum torfæruviðbótum
Lexus fór dálítið út fyrir rammann í Tokyo Auto Show í Tókýó í ár: Kom fram með ROV torfærubuggybílinn og þessa torfæruútgáfu af fræga malbiks NX crossover bílnum sínum. Hann er kallaður NX PHEV Offroad Concept og var hannaður til að sýna hvernig Lexus getur haldið jafnvægi á milli akstursgleðinnar og loftslagsmetnaðarins.
Hann er byggður á NX 450h+ og er knúinn áfram af 2,5 lítra fjögurra strokka tengitvinndrifrás framleiðandans, en brunavélarhlutinn skilar 180 hestöflum og 270 Nm togi.
Bensínvélin er studd af 18,1kWh rafhlöðupakka og 53 hestafla rafmótor sem festur er á afturhjólin og gefur bílnum fjórhjóladrif.
Til að breyta staðlaða NX í Offroad Concept byrjaði Lexus á því að skipta út venjulegum felgum og dekkjum fyrir öflugri 17 tommu torfæru álfelgur, skóaðar BF Goodrich al-terrain dekkjum. Fyrirtækið bætti einnig við nýrri mattsvartri þakgrind og burðarkörfu.
Aðrar lagfæringar í útliti eru meðal annars nýtt járnoxíð lakk, sólarvarnarborði frá Lexus yfir framrúðuna, gljásvartir gluggarammar og mattsvört áferð á grilli, hurðarhandfönguu og merkjum bílsins.
Aksturshæð bílsins hefur einnig verið hækkuð örlítið, til að veita auka rými fyrir torfærudekkin. Upphækkaður grunnurinn gerir Offroad Concept einnig kleift að komast yfir hindranir sem líklega myndu hamla akstri venjulegu útgáfunnar.
Þrátt fyrir að það sé ekki sérstakt áhyggjuefni fyrir þennan hugmyndabíl, ætti rafmagnshluti aflrásar NX 450h+ einnig að leyfa Offroad hugmyndabílnum að ná að minnsta kosti 50 kílómetra á rafbílaafli einu saman – þó aðeins til að knýja afturhjólin.
Lexus hefur ekki staðfest rafknúna eiginleika jeppans, en við gerum ráð fyrir að þyngri álfelgur og torfæruhjólbarðar muni draga úr skilvirkni aflrásarinnar.
Til samanburðar getur venjulegur NX farið 65 km á raforku eingöngu, á allt að 135 km/klst hraða.
(Frétt á vef Auto Express)
Umræður um þessa grein