Stóri jeppadagurinn hjá Toyota er á laugardaginn
Núna á laugardaginn 16. febrúar, frá 12 – 16 verður hin árlega jeppasýning Toyota haldin í Kauptúni. Þetta er 10. árið sem hún er haldin og er sýningin orðin einn af fastaþáttunum í lífi og starfi jeppa- og útivistarfólks.
Á sýningunni má sjá allt það besta sem Toyota hefur fram að færa í ferðalagið. Kynntir verða Hilux með 33″ Invincible pakka, Land Cruiser 150 með 33″ Adventure pakka og nýr RAV4 sem kynntur var í byrjun janúar og hefur fengið frábærar viðtökur.
Einnig verða ýmsar aðrar útgáfur af þessu frábæru jeppum á staðnum meðal annars sérútbúnir hjálparsveitabílar og aðrir bílar sem notaðir eru við krefjandi aðstæður.
Ellingsen kynnir fjórhjól, sexhjól, Buggy-bíla og fleiri græjur. GG sport verður með allt í sjósportið. Klettur kynnir dekk. Feed the Viking kynnir hollt snakk fyrir ferðalagið og Brenderup kerrur fyrir græjurnar verða til sýnis.
Auk þess mun Ferðafélag Íslands kynna spennandi ferðir á sýningunni og Tómas Guðbjartsson, læknir segir ferðasögur og John Snorri Sigurjónsson mun segja frá ferð sinni á K2, hættulegasta tind í heimi.
Umræður um þessa grein