?
Kia hlýtur fern GOOD DESIGN verðlaun
Kia hlaut fjórar virtar viðurkenningar í samgönguflokki GOOD DESIGN-verðlaunanna 2022 fyrir Niro, EV9-hugmyndabílinn, EV-upplýsinga- og afþreyingarkerfið og Magenta Design-upplýsinga- og afþreyingarkerfið.
Nýr Kia Niro hlaut verðlaun fyrir djarfa og kraftmikla hönnun sem sækir innblástur í hina rómuðu hönnunarstefnu vörumerkisins, „Opposites United“, þar sem andstæðum er teflt saman, þá sérstaklega í hönnunarundirstöðu hennar „Joy for Reason“. Sjónarmiðið sækir innblástur í náttúruna, en val á litum, efni og frágangi myndar fullkomið jafnvægi á milli umhverfisábyrgrar nálgunar Kia á samgöngur og framtíðarsýnar fyrirtækisins fyrir fólksbíla.
Kia EV9-hugmyndabíllinn samræmist skuldbindingu Kia um sjálfbærar samgöngulausnir.
Hönnun hugmyndabílsins sótti innblástur í náttúruna og í framleiðsluferli bílsins er m.a. notast við endurunnin efni t.d. plast sem hafa verið hreinsuð úr úthöfum og ám.
GOOD DESIGN verðlaunin hafa verið veitt í meira en sjötíu ár og eru ein langlífasta hönnunarkeppni í heimi.
Á hverju ári er valinn listi yfir bestu vöruhönnun og grafík sem hafa sett nýjar stefnur fyrir nýsköpun og ýtt undir grunninn fyrir samkeppnishæfar vörur á heimsmarkaði.
(fréttatilkynning frá Kia á Íslandi)
Umræður um þessa grein