- ?Ísland og Spánn í aðalhlutverki við að kynna bíla Hyundai
Ísland er í sviðsljósi bílaframleiðenda þessa dagana. Við vorum að birta frétt um nýtt kynningarmynd vegna frumsýningar á nýjum Range Rover Sport en myndbandið var tekið upp í stórkostlegu umhverfi Kárahnjúkavirkjunar, og núna er röðin komin að Hyundai
Kvikmyndatökulið á vegum bílaframleiðandans Hyundai var statt hér á landi fyrr á árinu til að taka upp myndefni þar sem nýkrýndur „Heimsbíll ársins 2022“, Ioniq 5 og hinn vinsæli jepplingur Tucson PHEV voru í aðalhlutverkum.
Bílunum var stillt upp á ýmsum myndrænum stöðum meðfram ströndinni á Reykjanesi og Suðurlandi, en einnig í uppsveitum Borgarfjarðar og á Snæfellsnesi.
Mikilvægi kolefnishlutleysis og sjálfbærni
Markmiðið með myndatökunum var að vekja athygli á hreinleika íslenskrar náttúru og mikilvægi kolefnishlutleysis og aukinnar sjálfbærni með nýtingu á grænum og endurnýjanlegum orkugjöfum.
Í því samhengi gegna náttúruauðlindir landsins stóru hlutverki, sem skapa ýmis jákvæð tækifæri í þágu grænnar framtíðar fyrir land og þjóð og eiga stóran þátt í miklum lífsgæðum landsmanna.
Mun birtast á samfélagsmiðlum í júní
Verkefnið er er stórt samfélagsmiðlaverkefni á vegum Hyundai sem hleypt verður af stokkunum í júní með fjölbreyttu myndefni af stórbrotnum stöðum, þar sem kallast á einstök náttúra Íslands og Spánar, þar sem sambærilegt verkefni var einnig unnið.
Umræður um þessa grein