Harley-Davidson stöðvar framleiðslu á nýja rafmagnsmótorhjólinu
Framleiðandinn segir viðskiptavinum að hlaða ekki LiveWire hjól heima
Harley-Davidson Inc. hefur stöðvað framleiðslu og afhendingu á fyrsta rafmótorhjóli sínu eftir að uppgötvast hefur vandamál tengd hleðslutækjum ökutækisins, sem er mikið áfall fyrir vöru sem fyrirtækið treystir á til að auka söluna.
Mótorhjólaframleiðandinn sagðist hafa stöðvað framleiðslu á LiveWire gerðinni þar sem hann framkvæmir prófanir til að kanna vandamálið. Fyrirtækið sagði á mánudag að prófin gengju vel en sögðu ekki hvenær framleiðsla myndi hefjast á ný.
Harley treystir á rafmagnshjólið til að hjálpa til við að koma af stað sölu á aðalsölumarkaðinum í Bandaríkjunum. Fyrirtækið lækkaði í júlí spá sína um afgreiðsli á mótorhjólum og greindi frá lakari afkomu á síðasta ársfjórðungi.
„Þetta veldur okkur öllum vonbrigðum,“ skrifaði Michelle Kumbier, aðalstjórnandi fyrirtækisins, í minnisblaði sem sent var til sölumanna í síðustu viku.
Fyrirtækið bað viðskiptavini og sölumenn aðeins nota faglega hleðslutækið sem er til reiðu í umboðum þess frekar en rafmagnstengilinn heima hjá sér.
LiveWire eigendum hafði tekist að hlaða hjólin sín í gegnum venjulega innstungur á heimilum, ferli sem tekur um 10 klukkustundir. Bein straumhleðslustöðr hjá Harley-umboðum getur endurhlaðið rafhlöðu hjólsins eftir u.þ.b. klukkustund. Hjólið ræður við um 80 kílómetra í þéttbýli á hjól með fulla hleðslu.
Framleiðendur bíla og mótorhjóla hafa fjárfest mikið í þróun rafknúinna ökutækja. En búist er við að víðtæk notkun rafmótorhjóla verði minni vegna mikils kostnaðar við hjólarafhlöður, takmarkað aksturssvið áður en þeir þurfa að hlaða og hleðslutímann sjálfann.
Harley hefur unnið að því að fjölga hleðslustöðvum sem eru tiltækar um allt land. Það hefur verið í samstarfi við Electrify America LLC um að veita Harley-knöpum 500 kílóvattstunda ókeypis hleðslutíma og það hefur bætt við stöðvum hjá mörgum umboðum.
Spurningar eru enn um endingu og áreiðanleika rafmótorhjóla. Bensínmótorhjól Harley geta enst í áratugi. Fyrir vikið eru mörg slík einnig fáanlegir á notaða markaðinum, sem mögulega skapar samkeppni um dýr nýju rafhjólin.
„Þetta er bara slæmt útlit fyrir fyrirtæki sem hefur barist í mörg ár við að koma sínum málum í lag“ sagði James Hardiman, sérfræðingur hjá Wedbush Securities Inc. Hardiman áætlaði að Harley smíði í fyrst allt að 1.600 LiveWire hjól, innan við 1% af fjölda mótorhjóla sem Harley sendi um allan heim á síðasta ári.
Harley hafði í hyggju að afhenda LiveWire söluaðila í ágúst. Hins vegar seinkaði þeir afhendingu snemma í þessum mánuði þegar minna magni var dreift til sölumanna.
Harley dreifir LiveWire í gegnum valinn hóp um 200 sölumanna, aðallega í þéttbýli þar sem stjórnendur telja að það muni vekja mestan áhuga – og þar sem Harley vill til nýrra viðskiptavina.
Brent Laidlaw, eigandi Harley umboðssölu nálægt Los Angeles, sagðist hafa fengið eitt LiveWire-hjól sem hann myndi ekki selja fyrr en hleðsluvandinn er leystur. Þrátt fyrir seinkunina sagðist hann telja að rafhjólið muni draga fleiri mögulega viðskiptavini í verslun sína. „Ég er spenntur fyrir því“, sagði hann.
Umræður um þessa grein